Snati skólahundur fallinn frá

21. nóvember

snati3207

19. júní 2007 – 16. nóvember 2018

Skólahundurinn Snati er fallinn frá. Hera, umsjónarmaður og eigandi Snata og kennari 2. bekkjar hefur boðið Snata í heimsókn í hverri viku síðust fjögur ár og hafa margir nemendur kynnst þessum góða og blíða hundi, lært með honum og lesið fyrir hann. Við erum öll leið að fá ekki að njóta samvista við Snata lengur og samhryggjumst eigendum innilega. 

FIRST LEGO League

14. nóvember 2018

Hin ár­lega tækni- og hönn­un­ar­keppn­i FIRST LEGO League fór fram í Há­skóla­bíói laugardaginn 10.nóvember. Landakotsskóli státaði af einu yngsta liði í keppninnar og stóðu nemendur sig eins og hetjur. Var frammistaða þeirra og framkoma skólanum til sóma. 

Tutt­ugu lið víða af land­inu mættu til leiks í Há­skóla­bíói og voru þátt­tak­end­ur hátt í 200 tals­ins. Liðin höfðu unnið öt­ul­lega að und­ir­bún­ingi í allt haust og mættu þrautþjálfuð til keppn­inn­ar, sem skipt­ist í fjóra meg­in­hluta.

Í fyrsta lagi áttu kepp­end­ur að for­rita vél­menni úr tölvu­stýrðu Legói sem ætlað var að leysa til­tekna þraut sem tengd­ist þema árs­ins, sem var him­in­geim­ur­inn að þessu sinni. Þá áttu kepp­end­ur að vinna sjálf­stætt rann­sókn­ar­verk­efni sem einnig tengd­ist geimn­um.

Liðið Myll­arn­ir úr Myllu­bakka­skóla í Reykja­nes­bæ sigraði keppnina og vann sér um leið þátt­töku­rétt í nor­rænni keppni FIRST LEGO League.

Hér er að finna fleiri myndir frá keppninni.

Skákferð á slóðir Bobby Fischer

12. nóvember 2018

Þann 8. nóvember síðastliðinn héldu þeir Micah og Hrafnkell með nemendur úr Skákklúbbi Landakotsskóla austur fyrir fjall og heimsóttu Bobby Fischer safnið á Selfossi. Þar fengu þau leiðsögn um safnið og fræddust um þennan bandaríska heimsmeistara í skák, hvernig kalda stríðið hafði áhrif á einvígi hans og Boris Spassky og hvernig Ísland tengist því. Eftir túrinn um safnið kepptu nemendur í skák og slógust þá einnig nemendur frá Selfossi í hópinn. Þá var haldið að gröf Bobby Fischer rétt utan við Selfoss. Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.