Foreldrafélag

Stjórn foreldrafélags

Nöfn og netföng

  • Björn Birnir, bjorn.birnir.lando@gmail.com - formaður / chair
  • Harry Koppel, harry@passentry.com - gjaldkeri / treasurer
  • Þórunn María Bjarkadóttir, thorunnb@simnet.is - meðstjórnandi / boardmember
  • Gísli Valur Guðjónsson, gisli@isafoldcp.is - meðstjórnandi / boardmember
  • Kristinn Hjörtur Jónasson, kjonasson25@gmail.com - meðstjórnandi / boardmember
  • Elísabet Helgadóttir, eghelgad@gmail.com - meðstjórnandi / boardmember
  • Angeline Stuma, as862@cornell.edu - meðstjórnandi / boardmember
  • Brynjar Pétursson Young, brynjar@contra.is - meðstjórnandi / boardmember
  • Kristín Þórarinsdóttir, kthorarinsdottir@gmail.com - varamaður/vice-boardmembe
  • Torfhildur Jónsdóttir, torfhildurjonsdottir15@gmail.com - varamaður/vice-boardmembe
  • Helgi Þór Þorsteinsson, helgithor@lex.is - varamaður/vice-boardmembe

Um forledrafélagið

Hlutverk foreldrafélags 
Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag samkvæmt 9. gr. laga um grunnskóla, 91/2008. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.

Markmiðið með foreldrasamstarfi er að tryggja hagsmuni nemenda með upplýsingamiðlun og samráði foreldra og skóla. Nemandinn öðlast aukið öryggi við að finna gagnkvæmt traust og virðingu milli hinna fullorðnu sem og samræmi í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum.

Markmið foreldrafélags Landakotsskóla er að vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum, að efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans. Félagið styður heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. Félagið kemur á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál auk þess sem það stendur vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.

Stefna skóla í foreldrasamstarfi
Öflugt foreldrafélag starfar við skólann og á gott samstarf við kennara og skólastjóra. Allir foreldrar og forráðamenn nemenda í Landakotsskóla eru félagar í Foreldrafélagi Landakotsskóla. Félagið hefur aðstöðu í skólanum til fundahalda og annarrar starfsemi. Markmið foreldrafélags er að vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum, að efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
Félagið styður heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. Félagið kemur á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál auk þess sem það stendur vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
Tveir bekkjarfulltrúar eru fyrir hvern bekk í foreldraráði, sem hittist reglulega. Bekkjarfulltrúar eru kjörnir í ágústlok.

Þjónustumiðstöðin Vesturgarður stendur fyrir ýmiss konar námskeiðum fyrir foreldra sem skólinn kynnir fyrir þeim. Foreldrar geta leitað stuðnings hjá þjónustumiðstöðvum við lausn mála sem tengjast skólastarfi, en þar starfa meðal annarra kennsluráðgjafar og sálfræðingar. Einnig hafa foreldrafélög þessara skóla í Vesturbænum haft samstarf og hafa haldið vel sótta fundi fyrir foreldra.
 
Árangursríkt skólastarf byggir á góðri samvinnu og gagnkvæmu trausti heimilis og skóla og er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þennan þátt þarf að rækta enda þekkja foreldrar börnin sín best og því er nauðsynlegt að þeir hafi samband við kennara og skólastjórnendur hvenær sem þeir telja þörf á og á sama hátt mun skólinn hafa samband ef þurfa þykir. Við megum aldrei gleyma því að foreldrar eru sterkasti mótunaraðili barnanna og hafa ótvíræð áhrif á hvernig börnin upplifa skólagöngu sína. Því skiptir þátttaka þeirra í námi barnanna verulegu máli. Jákvætt viðhorf er okkur öllum ákaflega mikilvægt. Rannsóknir sýna að nemendur sem alast upp við jákvætt viðhorf heimilisins til skólans standa sig yfirleitt betur í námi og fara út í lífið með jákvæðari viðhorf til tilverunnar en þeir sem búa við neikvætt viðhorf til skólans. Með þessu er ekki verið að segja að foreldrar eigi að sleppa allri gagnrýni, þvert á móti, þeir eiga að skipta sér af og tala þá beint við starfsfólk skólans. Mikilvægt er að foreldrar hvetji börn sín til dáða og sýni viðfangsefnum þeirra áhuga. Þá er einnig mikilvægt að þeir kenni börnum sínum að sýna kurteisi í garð annarra og koma heiðarlega fram.

Kynning, lög og starfsreglur
Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. 

1. grein Félagið heitir Foreldrafélag Landakotsskóla. Félagar teljast allir forráðamenn nemenda skólans.
2. grein Markmið félagsins er að: vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn i skólanum.
efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
3. grein Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með því að:
skipuleggja og halda utan um starf bekkjarfulltrúa í hverjum bekk.
koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál.
standa að upplýsingamiðlun til foreldra, m.a. með því að birta fundargerðir félagsins,
lista yfir stjórn og bekkjarfulltrúa foreldrafélagsins og annað er viðvíkur starfsemi félagsins á heimasíðu foreldrafélagsins, eða á heimasíðu skólans.
veita skólayfirvöldum lið svo að aðstæður til náms og félagslegra starfa verði sem bestar.
styðja og efla hverja þá starfsemi, sem stuðlar að auknum þroska og menningu skólans.
taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög, svæðaráð og landssamtök foreldra.
4. grein Stjórn félagsins skipa sjö foreldrar/forráðamenn, þar af minnst tvær konur og tveir karlar. Stjórn skal kjörin til tveggja ára í senn, þrír stjórnarmenn annað árið (auk eins varamanns) og fjórir hitt árið (auk eins varamanns). Formaður skal kosinn sérstaklega, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Auk formanns skal stjórnin skipuð varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Aldrei skulu fleiri en fjórir ganga úr stjórn i einu.
5. grein Bekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins sem setur þeim starfsreglur. Bekkjarfulltrúar mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins og eru þeir valdir í upphafi skólaárs. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara. Stjórn foreldrafélagsins ber ábyrgð á að í upphafi skólaárs séu kosnir einn til tveir fulltrúar forráðamanna úr hverri bekkjardeild til tveggja ára í senn, þannig að ávallt séu minnst tveir bekkjarfulltrúar fyrir hverja bekkjardeild. Æskilegt er að fulltrúar af báðum kynjum séu fyrir hverja bekkjardeild. Að jafnaði skulu fulltrúar kjörnir til tveggja ára í senn hvor á sínu árinu til að stuðla að því að allir hætti ekki á sama tíma, í fimm ára deild þó annar til eins árs en hinn til tveggja ára.
6. grein Aðalfundur skal haldinn í september ár hvert. Stjórnin boðar til fundarins í samstarfi við fulltrúa foreldra í skólaráði með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað. Í fundarboði skal kynna efni fundarins.
 
Verkefni aðalfundar:
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Skýrslur nefnda
  • Lagabreytingar
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna
  • Kosning skoðunarmanns reikninga
  • Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði
  • Kosning fulltrúa í skólaráð
  • Önnur mál
Reikningsár foreldrafélagsins er hið sama og starfsár stjórnar. Ný stjórn tekur við að loknum aðalfundi.
 
7. grein Stjórn foreldrafélagsins getur skipað nefndir um afmörkuð verkefni. Stjórnin ber ábyrgð á störfum nefnda og setur þeim erindisbréf.
8. grein Fulltrúaráðið skal koma saman eigi sjaldnar en tvisvar á skólaárinu og oftar ef þurfa þykir. Fyrsti fundur skal haldinn í upphafi skólaárs. Stjórn félagsins undirbýr og boðar til þessara funda. Þar skulu rædd mál er varða markmið og starf foreldrafélagsins, starf foreldra í bekkjardeildum og verkefni skólaráðs. Fulltrúaráð skal aðstoða stjórn félagsins í stærri verkefnum.
9. grein Félagsstjórn skal ekki sinna klögumálum eða hafa afskipti af vandamálum er upp kunna að koma á milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans.
10. grein Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að óska eftir því að foreldrar greiði framlag til félagsins. Þetta framlag er innheimt árlega og ákveðið á aðalfundi.
11. grein Ákvörðun um slit félagsins verður tekin með einföldum meirihluta á stjórnarfundi og renna þá eignir þess til skólans.
12. grein Lögum þessum má breyta með einföldum meirihluta á aðalfundi, enda sé lagabreytinga getið í fundarboði. 

Verkefnaskrá
Tveir sérstakir hátíðisdagar eru hér ár hvert í samvinnu skólans og foreldrafélagsins, aðventuhátíð og vorhátíð. Á aðventuhátíð býður 10. bekkur upp á kaffi en allir foreldrar leggja til bakkelsi. Selt er inn á kaffið og fær 10. bekkur ágóðann af kaffisölunni í ferðasjóð. Á vorhátíð hittast foreldrar skólans og er þá haldið happdrætti og er ávinningur notaður til að endurbæta og styrkja skólann, t.d. til tölvukaupa eða til að laga lóð skólans. 

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. 

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Lög foreldrafélags Landakotsskóla
Leit