Skólaráð
Kynning og starfsreglur skólaráðs
Skólaráð skv. 8. gr. grunnskólalaga nr.91/2008.
Verkefni skólaráðs
Í september er farið yfir niðurstöður úr innra mati og starfsáætlun yfirfarin.
Í apríl er farið yfir helstu atriði varðandi skipulag næsta skólaárs, skóladagatal, niðurstöður kannana s.s. Skólapúlsins
Nemendaráð starfar á yngsta stigi og miðstigi og nemendafélag á unglingastigi og eru tillögur þessara hópa lagðar fyrir skólaráð.
Nánar er fjallað um hlutverk ráðsins í reglugerð 1157/2008 og þar segir að skólaráð: 1157/2008 – Reglugerð um skólaráð við grunnskóla.
Þar segir: Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald og skal slíkt ráð starfa við hvern grunnskóla. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun skólans og mótun sérkenna hans. Þegar fyrirhugaðar eru miklar breytingar á skólahaldi sendir skólaráð frá sér umsögn um málið áður en endanleg ákvörðun er tekin. Skólaráð hefur það hlutverk einnig að fylgjast með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð fundar tvisvar á ári, í nóvember og apríl. Skólastjóri boðar til fundar skólaráðs með viku fyrirvara og leitar eftir hugmyndum frá fundarmönnum um hvaða mál þeir vilja setja á dagskrá.
Ráðið er skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, þessir aðilar eru:
Tveir fulltrúar kennara
Einn fulltrúi annars starfsfólks viðkomandi skóla velja
Tveir fulltrúar nemenda
Tveir fulltrúar foreldra
Skólastjóri
Einn aðili úr grenndarsamfélagi skólans
Fulltrúar kennara í skólaráð eru valdir til tveggja ára í senn úr eftirtöldum hópum kennara: umsjónarkennara yngsta og miðstigs, umsjónarkennara unglingadeildar og listgreinakennara, umsjónarkennara alþjóðadeildar og annarra sérgreinakennara. Fulltrúar nemenda eru formaður nemendafélags og annar fulltrúi í stjórn nemendafélags sem er í 9. bekk. Fulltrúi grenndarsamfélagsins í skólaráði er formaður stjórnar sjálfseignarstofnunar skólans. Hlutverk stjórnar sjálfseignarstofnunar og skólaráðs skarast.
Skólaráð 2023-2025
Fulltrúar nemenda
Guðrún Regína Skúladóttir 9. b meðstjórnandi nemendafélags fulltrúi nemenda.
Fulltrúar starfsmanna
Elín Melgar Aðalheiðardóttir, umsjónarkennari 5 ára bekkjar fyrir hönd umsjónarkennara
Stefanía Stefánsdóttir fyrir hönd list- og verkgreinakennara
Bryndís Helga Traustadóttir, forstöðukona frístundar, fyrir hönd annarra starfsmanna.
Fulltrúar foreldra og grenndarsamfélags:
Harry Koppel, gjaldkeri foreldrafélags, fulltrúi foreldra.
Elísabet Helgadóttir, fulltrúi foreldra.
Hildur Leifsdóttir, formaður stjórnar Landakotsskóla, fulltrúi grenndarsamfélagsins.
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla. Ráðið setur sér vinnuáætlun og verkefnaskrá fyrir skólaárið, ákveður hve oft verður fundað, á hvað er lögð áhersla o.s.frv. Fundargerðir skólaráðs eru birtar á vefsíðu skólans. Nánar er fjallað um hlutverk ráðsins í reglugerð 1157/2008 og þar segir að skólaráð: 1157/2008 – Reglugerð um skólaráð við grunnskóla.
Verkefni skólaráðs
Í september er farið yfir niðurstöður úr innra mati og starfsáætlun yfirfarin.
Í apríl er farið yfir helstu atriði varðandi skipulag næsta skólaárs, skóladagatal, niðurstöður kannana s.s. Skólapúlsins
Nemendaráð starfar á yngsta stigi og miðstigi og nemendafélag á unglingastigi og eru tillögur þessara hópa lagðar fyrir skólaráð.
Nánar er fjallað um hlutverk ráðsins í reglugerð 1157/2008 og þar segir að skólaráð: 1157/2008 – Reglugerð um skólaráð við grunnskóla.