Þemadagar og páskafrí.

20230331 133745

Í vikunni voru þemadagar í skólanum og gengu þeir mjög vel. Nemendur unnu að fjölbreyttum  verkefnum og má sjá afrakstur þeirrar vinnu á göngum og veggjum skólans. Í viðhengi eru nokkrar myndir.

Nú er páskafrí framundan og er skólinn lokaður fram til 11. apríl.

Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið eigið góðar stundir með börnunum ykkar.

Nýárskveðja 2023!

Nyarskvedja

Skólinn hófst á ný í dag 3. janúar eftir jólafrí. Við óskum öllum í Landakotsskóla, nemendum og aðstandendum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir góð og vinsamleg samskipti á árinu sem er að líða. Nýárskveðjunni fylgir myndband sem nemendur í 1. bekk gerðu við lag sem þau sömdu með aðstoð Sigríðar Ölmu íslenskukennara, smellið á myndina til að hlusta og horfa. 

Jólakveðja!

Kór Landakotsskóla syngur hér Vögguvísa á jólum/Christmas lullaby undir stjórn Nönnu Hlífar Ingvadóttur tónlistarkennara skólans á jólagleði Landakotsskóla. Undirleikarar eru Rúna Karlotta Davidsdóttir, nemandi í 4. bekk, Dagný Arnalds og Sólrún Gunnarsdóttir tónlistarkennarar. 

Starfsfólk Landakotsskóla óskar öllum nemendum og aðstandendum gleðilegrar hátíðar og góðs og farsæls komandi árs, með þökkum fyrir árið sem er að líða. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur á nýju starfsári, þriðjudaginn 3. janúar 2023.