Gleðilegt sumar!

Útskrift 2021Utskrift althj.1

Með þessum myndum af útskriftarhópnum okkar glæsilega viljum við í Landakotsskóla óska öllum okkar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Við hlökkum til að hitta nemendur aftur í haust og byrja nýtt skólaár.

Skólinn er lokaður frá 1.júlí til 6. ágúst vegna sumarfría.

Við opnum aftur 9. ágúst.

Sé erindið mikilvægt þá vinsamlegast sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

The school will be closed for the summer holiday from the 1st of July until the 6th of August. We will reopen on the 9th of August. 

If you need assistance with matters related to the International Department, please contact Laurie Berg at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Katrín Jakobsdóttir heimsækir Scriptorium

Valáfanginn Scriptorium fékk góða heimsókn í síðustu viku frá forsætisráðherra. Hér eru hennar eigin orð um heimsóknina:

4. júní

Dagarnir þróast stundum öðruvísi en ætlunin er. Í dag fór öll tímaáætlun úr skorðum sem endaði með því að það sem átti að vera korters innlit í „skriptoríum“ í Landakotsskóla í hádeginu (þar sem unnið er með einbeitingu og handverk) breyttist í meira en klukkutímaheimsókn í eftirmiðdaginn þar sem Ingibjörg Jóhannsdóttir og hennar fólk kynnti okkur starf skólans. En það var auðvitað miklu skemmtilegra því að það er gott að geta gefið sér tíma til að hlusta og horfa – og einbeita sér. Takk fyrir þessar góðu móttökur!

- Katrín Jakobsdóttir

June 4

Sometimes days don't unfold as planned. Today all schedules went off the rails, leading to what should have been a short, mid-day peek into Landakotsskóli's Scriptorium (where students concentrate on working with the hand) morphed into over an hour's visit in which Ingibjörg Jóhannsdóttir and her team introduced us to the work of the school. That was of course much more interesting, because it's good to give oneself time to listen and watch – and concentrate. Thanks for this lovely reception!

– Katrín Jakobsdóttir

 

Nemendur Scriptorium með Katrínu Jakobsdóttur og Guy, kennara sínum

Nemendur 4. bekkjar tengja saman ýmis fræði

Nemendur í 4. bekk verið önnum kafin við að læra mannkynssögu og notuðu einmitt áfangann STEAM (vísindi, tækni, verkfræði, list og stærðfræði) til að tengja sögu við byggingarlist og verkfræði undir leiðsögn Sinead. Sérstaklega skoðuðu þau uppgötvanir frá Egyptalandi, Kína og Róm, til dæmis rúmfræði boga (Arch), hvernig einfaldar vélar voru gerðar og fjöldaframleiðslu á efni og verkfærum. Í síðustu viku enduðu nemendur rannsóknavinnu sína á því að búa til eigin vatnsrásir (Aqueducts) eins og Rómverjar gerðu. Þau voru mjög ánægð með að búa til svona stóra hluti saman. Umræðan á eftir var mjög lífleg. Nemendur ræddu uppfinningar og hverju væri hægt að breyta nú til dags, teymisvinnu og hvernig henni var háttað til forna miðað við í dag. Loks spjölluðu þau um mistök… og það að við verðum að læra af þeim !

 

Nemendur 4. bekkjar önnum kafin í þróunarvinnu