Að skoða listaverk vandlega...

30. nóvember

K1 group

K-1 hópur í aljóðadeildinni horfði á stuttmynd þar sem listamaðurinn David Hockney talaði um að skoða vandlega: https://www.youtube.com/watch?v=NUBLx7M8wWQ. Síðan skoðuðu nemendurnir vandlega málverk hans „The Other Side“ og gerðu sína eigin útgáfu af listaverki.

K-1 group in the International department watched a short film where Hockney talked about looking carefully: https://www.youtube.com/watch?v=NUBLx7M8wWQ. Then they looked carefully at his painting 'The Other Side ' and made their own version.

Hátíð í 7. bekk!

23. nóvember

7. bekkur mynd

Mikil hátíð var haldin í 7. bekk síðastliðinn föstudag þegar í ljós kom að bekkurinn var hæstur yfir landið á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku. Það er ekki síst glæsilegt þar sem við verjum hluta skóladags í að kenna fleiri fög en almennt gerist (t.d. tungumál og hönnun/vísindi).

Mörgum þykir erfitt að átta sig á hæfnieinkunn í samræmdum prófum en þar er líka önnur tala sem er raðeinkunn. Þar er einkunnum nemenda raðað frá 0 – 100, og meðaltalið þá 50. Nemendum í 4. bekk gekk líka ágætlega og voru þau yfir landsmeðaltali.  

Við óskum 7. bekk og kennurum þeirra til hamingju! 

Á degi íslenskrar tungu!

16. nóvember 2020

Dagur isl tungu3

Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

Skólinn er að bæta við bókakost sinn þessa dagana og munu árgangastjórar á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi fara á bókamarkaðinn í Hörpu sem nú stendur yfir. Þó við búum nálægt góðum bókasöfnum er mikilvægt að hér sé gott úrval.

Börnin á yngsta stigi fengu sinn skammt nú á dögunum og glöddust mjög..

Hera árgangastjóri yngsta stigs fékk það skemmtilega hlutverk að kaupa bækurnar fyrir börnin  og sagði að það hefði verið svo gaman að sjá einlæga gleði barnanna þegar þau fengu að lesa og skoða nýju bækurnar.