Samstarf heimilis og skóla
Skólinn kostar kapps um að eiga gott samstarf við foreldra. Skólastjóri sendir foreldrum reglulega fréttabréf um það helsta sem er á döfinni, ábendingar og tilmæli af ýmsum toga. Umsjónarkennarar eiga reglulega fundi með foreldrum, bæði til að kynna námsefni og kennsluáætlanir og síðan til að ræða við forráðamenn og börn þeirra. Allir kennarar eru með fasta viðtalstíma í stundaskrá og auðvelt er að fá tíma með þeim.

Öflugt foreldrafélag starfar við skólann og stendur fyrir ákveðnum viðburðum ár hvert og styrkir starfsemi skólans með fjárframlögum. Félagið er aðili að samtökum foreldrafélaga í Reykjavík, SAMFOK. Árlega gefst foreldrum einnig tækifæri til þess að hitta stjórn skólans, sem ferð með æðsta vald um starfsemi skólans.
Leit