Stjórnendateymi

Hlutverk stjórnenda grunnskóla

Meginhlutverk skólastjórnenda grunnskóla er að tryggja menntun og velferð nemenda og stuðla að námslegum framförum þeirra og árangri í námi. Skólastjórnendum ber að sinna faglegri kennslufræðilegri forystu og leiðsögn til kennara og starfsmanna. Skólastjórnendur skipta með sér verkum þannig að sérþekking þeirra og reynsla nýtist skólastarfinu sem best.

Fagleg forysta, stefnumótun og skipulag

Skólastjórnendur:
  • Eru faglegir leiðtogar í skólastarfi og stuðla að samstarfi allra aðila í skólasamfélaginu.
  • Hafa forystu um að móta sýn, stefnu og menningu skólans í samræmi við lög og reglugerðir og út frá stefnu fræðsluyfirvalda.
  • Vinna með fræðsluyfirvöldum að stefnumótun og ákvarðanatöku
  • Bera ábyrgð á og hafa umsjón með stefnumótun og skólaþróun í samræmi við lög og reglugerðir og hvetja til þróunar- og nýbreytnistarfs.
  • Bera ábyrgð á að starfsáætlun og skólanámskrá séu í samræmi við lög og reglugerðir og að þær séu endurskoðaðar reglulega. Fylgjast með innleiðingu og framkvæmd hvað varðar:
- nám og námsárangur nemenda
- kennslu, kennsluhætti og námsmat
- sérúrræði eða stoðþjónustu um nám og/eða atferli nemenda
- skimanir og kannanir á námsárangri og líðan nemenda
- að farið sé eftir þeim áætlunum og verklagsreglum sem settar hafa verið s.s. starfsmannastefnu, eineltisáætlun,
jafnréttisáætlun, símenntunaráætlun, skólareglum o.fl.

  • Bera ábyrgið á og hafa forgöngu um innra mat skólans, sjálfsmatsáætlun og leggja fram markvissar þróunar- og/eða umbótaáætlanir í kjölfar bæði innra og ytra mats og fylgja þeim eftir.
  • Bera ábyrgð á að upplýsingagjöf um starf skólans sé aðgengileg nemendum, starfsmönnum, foreldrum, nærsamfélagi, sveitarstjórn og fræðsluyfirvöldum.
  • Skipuleggja samfelldan og heildstæðan skóladag nemenda í samræmi við lög og reglugerðir með skóladagatali, starfsáætlunum og stundaskrám.
  • Hafa umsjón með alþjóðlegu samstarfi innan skóla.


Mannauður, nemendur og starfsmenn

Skólastjórnendur:
  • Gæta að hagsmunum nemenda, hafa menntun og velferð þeirra að leiðarljósi í skólastarfi ásamt því að stuða að námslegum framförum þeirra og árangri í námi.
  • Bera ábyrgð á að meta stöðu nemenda í ljósi hæfniviðmiða í aðalnámskrá.
  • Leggja áherslu á gæði náms og kennslu fyrir alla nemendur.
  • Hafa umsjón með innritun og móttöku nýrra nemenda í samræmi við móttökuáætlun.
  • Tryggja og skipuleggja úrræði innan skólans fyrir nemendur sem víkja frá í námi og/eða atferli, fylgja eftir greiningum og/eða skimunum.
  • Bera ábyrgð á og hafa umsjón með stoðþjónustu, sérkennslu og nemendaverndarráði, sitja skilafundi fagaðila vegna greininga og úrræða.
  • Bera ábyrgð á félagsstarfi nemenda innan skóla og hafa umsjón með tómstundastarfi og skóladagvist þar sem það á við.
  • Skipuleggja vinnuumhverfi nemenda og nýtingu úthlutaðs kennslumagns.
  • Bera ábyrgð á að kennarar byggi starfshætti sína á stöðu og framförum nemenda.
  • Veita markvissa kennslufræðilega leiðsögn og endurgjöf til starfsmanna.
  • Hafa frumkvæði að og hvetja starfsmenn til að efla sig og auka við þekkingu sem nýtist í starfi.
  • Bera ábyrgð á og hafa umsjón með að starfsþróun starfsmanna og símenntunaráætlun tengist þróunar- og umbótastarfi innan skólans, hún sé í samræmi við áherslur skólans, sveitarfélagsins og aðalnámskrá.
  • Bera ábyrgð á að skipuleggja og framkvæma starfsþróunarsamtöl.
  • Annast ráðningar starfsmanna. Gæta þess við ráðningar að starfsmaður uppfylli lögbundnar kröfur um menntun og hafi til að bera þá þekkingu og/eða reynslu sem krafist er í starfinu.
  • Gera ráðningarsamning og vinnuskýrslur.
  • Hafa þekkingu a viðeigandi kjarasamningum og hlutverki vinnuveitanda. Gæta hagsmuna starfsmanna, benda starfsmönnum á réttindi sín jafnt og skyldur.
  • Hafa með höndum verkstjórn starfsmanna, s.s. verkaskiptingu, skipulagningu funda, samskipti, teymisvinnu og önnur málefni vinnustaðarins.
  • Stuðla markvisst að jákvæðum samskiptum og gagnkvæmu trausti.
  • Hafa frumkvæði og bera ábyrgð á að leita lausna í ágreiningsmálum.
  • Hafa umsjón með móttöku nýrra starfsmanna og kennaranema í samræmi við móttökuáætlun.
  • Taka mið af menntun og sérhæfingu kennara við skipan kennslu til að tryggja sem best gæði náms og kennslu.
  • Hvetja starfsmenn til samvinnu og samráðs um nám á milli og þvert á starfsstéttir.


Fjármál og rekstur

Skólastjórnendur:
  • Bera ábyrgð á, koma að og hafa umsjón með fjárhags- og rekstraráætlun skólans.
  • Bera ábyrgð á og hafa umsjón með fjármálum og sjóðum skólans.
  • Sækja um til Jöfnunarsjóðs vegna ýmissa verkefna þar sem það á við (akstur og sérúræði fyrir nemendur).
  • Hafa umsjón með daglegum rekstri skólans.
  • Fylgjast með að starfsemi heilsugæslu í skólanum sé samkvæmt lögum og að nemendur njóti lögbundinnar þjónustu.
  • Bera ábyrgð á og hafa umsjón með skjalavörslu, sjá um geymslu prófúrlausna, vitnisburða, skráninga í tölvukerfi auk annarra gagna sem tilskilin eru skv. reglugerð um skjalavörslu. Sjá um að gögnum sé skilað til héraðskjalasafna eða þjóðskjalasafns in nan tilskilins tímar
  • Hafa umsjón með skipulagningu ýmiss konar starfsemi í skólanum, s.s. skóladagvist, mötuneyti, sérdeild, leikskóla, tónlistarskóla, framhaldsdeilda, félagsstarfi, tómstundastarfi, skólaakstri, leigu á öðru húsnæði (sund/íþróttir), staðarhaldi og útleigu húsnæðis skólans til utanaðkomandi aðila.
  • Bera ábyrgð á öryggismálum í skólahúsnæði og a skó1alóo, s.s. brunavörnum, girðingum, lýsingu, þjófavörnum og fleiru.
  • Hafa umsjón og fylgjast með viðhaldi á skólahúsnæði og skólalóð í samráði við umsjónarmann skóla og/eða sveitarstjórn. Fylgjast með viðhaldsvinnu og einstökum verkþáttum.
  • Bera ábyrgð á skólahúsnæði og skólalóð, nýtingu og samræma þarfir á hverjum tíma. Hafa frumkvæði að setja fram tillögur um úrbætur og lagfæringar þegar þeirra er þörf.
  • Koma að undirbúningi og hönnun á nýbyggingum eða viðbótarhúsnæði skóla og skólalóða. Sækja nauðsynlega undirbúningsfundi á meðan á byggingu stendur. Gera áætlun um búnað og sjá um innkaup.


Samskipti og samvinna við nærsamfélag og fræðsluyfirvöld

Skólastjórnendur:
  • Bera ábyrgð á starfsemi skólaráðs sem er virkur samráðsaðili í stjórnun skólans sem varðar stefnumótun, skólahald og skólaþróun.
  • Bera ábyrgð á stofnun foreldrafélags og vinna með því í samræmi við lög.
  • Sinna markvissri upplýsingamiðlum skólastarfið til nemenda, foreldra, starfsmanna, nærsamfélags og fræðsluyfirvalda.
  • Hafa samskipti og samráð við starfsmenn fræðsluyfirvalda vegna ýmiss konar mála, s.s. málefna einstakra nemenda, starfsmannamala, þróunarstarfs, húsnæðismála og fjármála.
  • Skila skýrslum, samantektum og upplýsingum um skólastarfið til fræðsluyfirvalda og Hagstofu, s.s. skólanámskrám, starfsáætlunum, vor-og haustskýrslum og margs konar greinagerðum um ýmsa þætti skólastarfs eftir óskum fræðsluyfirvalda og í samræmi við lög og reglugerðir.
  • Sitja í nefndum eða starfshópum á vegum fræðsluyfirvalda þar sem unnið er að skólamálum.
  • Veita faglega forystu og/eða skipuleggja samvinnu, samskipti og stundum ráðgjöf til eftirtalda aðila úr nærsamfélagi skólans:
- foreldra og/eða forráðamenn nemenda
- stofnanir sem sinna félags- og tómstundastarfi nemenda
- sérdeildir og/eða sérskóla
- frístund og/eða skóladagvist
- aðra grunnskóla
- leik- og framhaldsskóla
fræðsluyfirvöld, skóla-og/eða fræðsluskrifstofur, skólamiðstöðvar, félagsmálayfirvöld, barnavernd, sálfræðinga og lögreglu, vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og heilsugæslustöð.

Skólastjóri
Deildarstjóri íslenskudeildar
Næsti yfirmaður: Stjórn sjálfseignarstofnunar Landakotsskóla

Skólastjóri er forstöðumaður skólans, stjórnar honum, veitir faglega forystu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart stjórn Landakotsskóla.



Aðstoðarskólastjóri
Deildarstjóri alþjóðadeildar
Næsti yfirmaður: Skólastjóri

Ábyrgð – verkþættir



Deildarstjóri stoðþjónustu í íslensku- og alþjóðadeild
Næsti yfirmaður: Skólastjóri

Ábyrgð – verkþættir

Deildarstjóri íslenskudeildar
Næsti yfirmaður: Skólastjóri

Ábyrgð – verkþættirHelstu verkefni: Er staðgengill skólastjóra og kemur að almennum stjórnunarstörfum eftir þörfum.

Deildarstjóri alþjóðadeildar
Næsti yfirmaður: Skólastjóri

Ábyrgð – verkþættir
Work in consultation with school principal on all matters related to the department. Work on knowledge of all curriculum frameworks for the department: Establish good relations with parents and the community. Provide information to prospective students and families. Assist principal in staffing the department. Timetable all departmental homerooms and department staff members. Monitor and review performance of teaching and support staff. Maintain and update the department’s school website. Coordinate and train staff in all standardized testing operations. Lead monthly departmental meetings with focus generally on curriculum development. Order textbooks, materials, and supplies for the department. Write English copy for the department. Coordinate special education services. Use data to assess progress towards targets. Serves on the school's student protection council.

Verkefnastjórar
Næsti yfirmaður: Skólastjóri, staðgengill skólastjóra eða annar aðili sem skólastjóri ákveður.

Ábyrgð – verkþættir
Verkefnastjóri 1, undir 50% starf.
Verkefnastjóri 2, yfir 50% starf
Verkefnastjórar hafa umsjón með og bera ábyrgð á skilgreindum verkefnum í samráði við skólastjóra.
Meðal verkefna sem falla undir starfsheitið.
Tölvuumsjón, árgangastjórn, fagstjórn, stjórnun skólaþróunarverkefna og annað sem skólastjórnendur telja þörf á og felur ekki í sér mannaforráð
Skipulagning og stjórnun viðkomandi verkefnis í samráði við skólastjóra
Áætlanagerð, mat og skýrslugerð sem tengist verkefninu
Leiðbeiningar og ráðgjöf til þeirra sem í hlut eiga
Tekur þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og aðila sem tengjast verkefninu í samráði við skólastjórnendur
Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða viðkomandi verkefni.

Leit