Syngjum saman

Velkomin á samsöngs- og kórasíðu Landakotsskóla

Samsöngur  3.-4. bekkur  5.-6. bekkur

Samsöngstextar

Nú skulum við syngja
Nú skulum við syngja
Lítið fallegt lag 
Setjumst niður’á gólfið
og hlustum vel í dag.
Höfundur lags og texta ókunnur

Hæ og Bless
Við segjum hæ
Og góðan dag
Við segjum hæ
Og góðan dag
Við förum niður og niður og niður og niður
Segjum hæ
Og góðan dag
HÆ!

Við segjum bless
Og takk í dag
Við segjum bless
Og takk í dag
Við förum niður og niður og niður og niður
Segjum bless
Og takk í dag!
BLESS!
Höfundur lags og texta ókunnur

Lausavísur
Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga
þarna siglir einhver inn
ofurlítil duggan

Sigga litla systir mín
situr út í götu
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu

Afi minn fór á honum rauð
eitthvað suður á bæi
að sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi

Afi minn og amma mín
út á bakka búa
þau eru bæði sæt og fín
og þangað vil ég fljúga

Kristín litla komdu hér
með kalda fingur þína
ég skal bráðum, bjóða þér
báða lófa mína.

Fuglinn segir bí bí bí
bí bí segir Stína
kveldúlfur er komin í
kerlinguna mína.

Einu sinn átti ég hest 
ofurlítinn, rauðan,
það var sem mér þótti verst
þegar mamma sauð hann.
Höfundur lags ókunnur 
Höfundur texta: Sveinbjörn Egilsson o.fl.


Út um mó, inn í skóg

Út um mó, inn í skóg, 
upp í hlíð í grænni tó. 
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á, 
tína, tína tína má.
Tína þá, berjablá börn í lautu til og frá. 
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á, 
tína, tína, tína má.
Enskt lag
Höfundur texta: Friðrik Guðni Þorleifsson

Könguló
Könguló, könguló, 
vísaðu mér á berjamó.
Fyrir bláa berjaþúfu 
skal ég gefa þér gull í skó. 
Húfu græna, skarlatskikkju, 
skúf úr silki ́og dillidó.
Höfundur lags: Dagný Arnalds
Höfundur texta: Björn Franzson

Kling, klang, klukkan slær
Kling, klang, klukkan slær, 
komdu út í móinn. 
Berjafata bíður þín og blessuð kóngulóin.
 
Vísar hún þér veginn 
þar sem vaxa ber á þúfu. 
Rauðu, bláu, svörtu, sætu, safaríku og ljúfu.
Finnskt þjóðlag
Höfundur texta: Herdís Egilsdóttir

Þýtur í laufi
Þýtur í laufi, bálið brennur.
Blærinn hvíslar: sofðu rótt.
Hljóður í hafið röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.

Vaka þá ennþá vinir saman
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið söngur, glaumur, gaman.
Gleðin hún býr í fjallasal.
Höfundur lags: Aldís Ragnarsdóttir
Höfundur texta: Tryggvi Þorsteinsson

Hvert er horfið laufið
Hvert er horfið laufið sem var grænt í gær?
Þótt ég um það spyrji verð ég engu nær.
Blöðin grænu hafa visnað,orðin gul og rauð.
Ef ég horfi miklu lengur verður hríslan auð.

Nú er ís á vatni sem var autt í gær.
Yfir landið hélugráum ljóma slær.
Ég brýt heilann um það,
segðu mér hvað heldur þú,
kemur haustið fyrst á morgun,
er það komið nú?

Nú er grettin jörðin, eins og gamalt skar.
Sjást nú gráar hærur þar sem grasið var.
Yfir fyrrum gróna bala liggja frosin spor.
Ég verð kuldatíð að þola þar til kemur vor.
Höfundur text: Herdís EgilsdóttirÞjóðlag frá Belgíu

Gulli og perlum
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna
vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina
en viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Þjóðlag frá Álandseyjum
Höfundur texta: Hjálmar Freysteinsson

Steinarnir eru strengir
Steinarnir eru strengir, 
strengina vatnið knýr. 
Gaman það væri´ að vita 
hvað í vatnsins huga býr. 
Hvaðan skyldi það koma 
hvert er heitið þess ferð! 
Síðar á öldum söngsins 
samferða því ég verð. 
Lyngið á líka strengi, 
leikur blærinn á þá söngva
 sorgar og gleði er í sálum kveikja þrá. 
Vorljóð draums og vonar 
veröldin syngur öll. 
Berast vil ég með blænum 
burt yfir hæstu fjöll.
Höfundur lags: Herdís Egilssdóttir.
Höfundur texta: Kristján frá Djúpalæk

Ef að sérðu krókódíl
Ef að sérðu krókódíl í þínu baðkari, 
vertu ekki við hann hræddur,sýndu hugrekki 
og bjóddu honum inn í stofu þar að snæðingi.

Ef að situr stærðar gorilla í geymslunni, 
skaltu taka því með ró, þú veist af reynslunni 
að ef hún fær tvo banana hún sýnir kurteisi.

Ef að liggur stærðar ljón á þínu skrifborði, 
skaltu ekki kalla á mömmu þína í ofboði, 
heldur klappa því á bakið svo það steinsofni.
Höfundur lags ókunnur


Foli, foli fótalipri
:,: Foli,foli fótalipri, flýttu þér nú heim að bæ :,: 
:,:Tra-rí, ra-la-la, flýttu þér nú heim að bæ :,:
:,: Heima mun þín heyið bíða en hjá mömmu koss ég fæ:,:
:,: Tra-rí, ra-la-la, en hjá mömmu koss ég fæ. :,:
:,: Herðir hlaupin hlaupagarpur hreint ei telur sporin sín. :,: :,:Tra-rí, ra-la-la, hreint ei telur sporin sín. :,:
:,: Aldrei hef ég heldur, Jarpur, hafrastráin talið þín. :,
:,: Tra-rí, ra-la-la, hafrastráin talið þín.:,:
Þjóðlag frá Lettlandi
Höfundur texta: Hildigunnur Halldórsdóttir

Kisutangó
Mín kisa á vökul eyru
og veiðihár og rófu
og viðkvæmt lítið trýni
hún sleikir oft og þvær.
Hún unir dátt við leiki
og aldrei sýnir klær
og engin kisa í heimi
á svo fimar tær.

Mín kisa dansar tangó, tangó, tangó,
hún teygir sig og reigir
og er svo fött og brött.
Mín kisa dansar tangó, tangó, tangó,
ég trúað gæti að margir vildu eiga slíkan kött.
Tra lalalalala mjáááá.
Erlent lag


Kisa mín
Kisa mín, kisa mín
hvaðan ber þig að?
Ég kem nú frá London,
þeim mikla og fræga stað.

Kisa mín, kisa mín
hvað gerðir þú þar?
Ég var að veiða mýsnar
í höllu drottningar.
Höfundur texta:Stefán Jónsson
Höfundur lags: Atli Heimir Sveinsson

Kór 5.-6. bekkur

Leit