Starfslýsingar - þessi síða er í vinnslu

Skólastjóri
Deildarstjóri íslenskudeildar
Næsti yfirmaður: Stjórn sjálfseignarstofnunar Landakotsskóla

Ábyrgð – verkþættir 
Skólastjóri er forstöðumaður skólans, stjórnar honum, veitir faglega forystu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart stjórn Landakotsskóla. Skólastjórnendur skipta með sér verkum þannig að sérþekking þeirra og reynsla nýtist skólastarfinu sem best. 

Er í forystu fyrir skipulagi allra þátta skólastarfsins í samræmi við lög og reglugerðir í samvinnu við aðra stjórnendur; 
Er fulltrúi stofnunarinnar gagnvart yfirvöldum og kemur fram fyrir hennar hönd; 
Er verkstjóri og ákveður verksvið annarra stjórnenda skólans og skal einn þeirra vera staðgengill skólastjóra; 
Hefur með höndum verkstjórn starfsmanna, s.s. verkaskiptingu, skipulagningu funda, samskipti, teymisvinnu og önnur málefni vinnustaðarins; 
Tekur mið af menntun og sérhæfingu kennara við skipan kennslu til að tryggja sem best gæði náms og kennslu; 
Er ábyrgur fyrir fjárhagslegum rekstri skólans; 
Annast ráðningar starfsmanna; 
Stuðlar að samstarfi allra aðila skólasamfélagsins; 
Stuðlar markvisst að jákvæðum samskiptum og gagnkvæmu trausti; 
Hefur frumkvæði og ber ábyrgð á að leita lausna í ágreiningsmálum; 
Skipuleggur og framkvæmir starfsþróunarsamtöl; 
Hefur þekkingu á viðeigandi kjarasamningum og hlutverki vinnuveitanda; 
Ber ábyrgð á starfsmannagögnum, þ.e. skráningu og viðheldur upplýsingum um starfsmenn; 
Gætir hagsmuna starfsmanna, bendir starfsmönnum á réttindi sín jafnt og skyldur; 
Ber ábyrgð á því að boðleiðir innan skólans og upplýsingastreymi sé skilvirkt; 
Undirbýr og skipuleggur nýtt skólaár og stjórnar gerð stundaskráa; 
Boðar til kennara- og starfsmannafunda svo oft sem þurfa þykir á starfstíma grunnskóla; 
Sér um stefnumótun og skólaþróun; • Hvetur til við þróunar- og nýbreytnistarf; 
Ber ábyrgð á gerð starfsáætlunar og skólanámskrár; 
Ber ábyrgð á innra mati og sjálfsmatsáætlun; 
Sér um markvissar þróunar- og/eða umbótaáætlanir í kjölfar innra og ytra mats og fylgir þeim eftir; 
Heldur utan um skráningar í Skólagátt og fylgir því eftir að skólinn sé rétt uppfærður; 
Sinnir markvissri upplýsingamiðlun um skólastarfið til nemenda, foreldra, starfsmanna, nær samfélags og fræðsluyfirvalda; 
Skipuleggur vinnuumhverfi nemenda og nýtingu úthlutaðs kennslumagns; 
Sér um að gera samninga við forráðamenn ef kemur til þess að nemandi fái undanþágu frá ákveðnum námsgreinum; 
Sér um/fylgist með og kemur að undirbúningi samræmdra prófa sem eru nú í bígerð;
Hefur umsjón með móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna sem koma í skólann; 
Stendur vörð um velferð og réttindi nemenda af erlendum uppruna;
Fylgist með að fræðslu- og skólaskylda nemenda sé uppfyllt og tilkynnir hlutaðeigandi yfirvöldum þegar út af ber;
Hefur umsjón með innritun og móttöku nýrra nemenda í samræmi við móttökuáætlun;
Stýrir skólaráði Landakotsskóla; 
Ber ábyrgð á stofnun foreldrafélags í samræmi við lög og er tengiliður skólans við stjórn foreldrafélags; 
Skipuleggur starf frístundar í samstarfi við forstöðumann hennar; 
Hefur yfirumsjón með alþjóðadeild; 
Veitir faglega forystu og/eða skipuleggur samvinnu, samskipti og stundum ráðgjöf við eftirtalda aðila úr nær samfélagi skólans: 
  • foreldra og/eða forráðamenn nemenda; 
  • stofnanir sem sinna félags- og tómstundastarfi nemenda; 
  • sérdeildir og /eða sérskóla; 
  • frístund; o aðra grunnskóla; 
  • leik- og framhaldsskóla; 
  • fræðsluyfirvöld; 
  • þjónustumiðstöðvar, félagsmálayfirvöld, barnavernd, sálfræðinga og lögreglu, vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og heilsugæslustöðvar; 
Hefur yfirumsjón með sérfræði- og heilbrigðisþjónustu í skólanum; 
Situr í nemendaverndarráði skólans; 
Ber ábyrgð á varðveislu og meðferð trúnaðargagna; 
Ber ábyrgð skipulagi og stjórnun skjalavörslu skólans; 
Hefur umsjón með alþjóðlegu samstarfi innan skólans; 
Ber ábyrgð á öryggismálum í skólahúsnæði og skólalóð, s.s. brunavörnum, girðingum, lýsingu, þjófavörnum og fleira; 
Ber ábyrgð á skólahúsnæði og skólalóð, nýtingu og samræmir þarfir á hverjum tíma. 
Hefur frumkvæði að setja fram tillögur um úrbætur og lagfæringar þegar þeirra er þörf; 
Hefur umsjón og fylgist með viðhaldi á skólahúsnæði og skólalóð í samráði við umsjónarmann skóla og stjórn Landakotsskóla.;
Fylgist með viðhaldsvinnu og einstökum verkþáttum; • Sér um samskipti við leigutaka vegna skammtíma- eða langtímaleigu.


Aðstoðarskólastjóri 
Deildarstjóri alþjóðadeildar
Næsti yfirmaður: Skólastjóri

Ábyrgð – verkþættir 

Deildarstjóri stoðþjónustu í íslensku- og alþjóðadeild
Næsti yfirmaður: Skólastjóri

Ábyrgð – verkþættir 


Deildarstjóri íslenskudeildar

Helstu verkefni: Er staðgengill skólastjóra og kemur að almennum stjórnunarstörfum eftir þörfum Hefur yfirumsjón með því að allar upplýsingar séu skráðar rétt í Mentor: Sér um almenna vinnu tengda Mentor, s.s. skráningu og umsjón með að nemenda- og starfsmannalistar séu réttir. Hefur yfirsýn yfir skráningu nemenda í skólann og miðlar til Reykjavíkurborgar og sér um að sendir séu listar til Reykjavíkurborgar mánaðarlega. Annast forfallaskráningar vegna nemenda í Mentor. Hefur samskipti við foreldri utan Reykjavíkurborgar áður en nemendur hefja nám hér. Setur upp tímafjölda starfsmanna í tengslum við frímínútur og skilar skjali til Sirrýjar mánaðarlega. Sér um tengsl skólastjórnar við þjónustuaðila Mentor og ber ábyrgð á umsjón og uppsetningu kerfisins innan skólans. Sér um kynningu og eftirfylgni með Mentor-kerfinu fyrir starfsmenn skólans. Sér um uppsetningu prófaþátta og mats í Mentor. Leiðbeinir við leiðsagnarmat á vitnisburðarblöðum í Mentor Gengur frá gögnum um nemendur sem flytjast í aðra skóla. Hefur yfirumsjón með skráningu nýrra nemenda í Mentor. Annast forfallaskráningu vegna nemenda í Mentor. Kennarar hringi í deildarstjóra ef nemanda vantar að morgni og Maja hefur samband við heimilið Aðstoðar skrifstofustjóra við símsvörun. Sjá um og kaupa kaffi og meðlæti á fundum ef þarf.

Deildarstjóri alþjóðadeildar

Work in consultation with school principal on all matters related to the department. Work on knowledge of all curriculum frameworks for the department:  Establish good relations with parents and the community.  Provide information to prospective students and families.  Assist principal in staffing the department. Timetable all departmental homerooms and department staff members.  Monitor and review performance of teaching and support staff.  Maintain and update the department’s school website.  Coordinate and train staff in all standardized testing operations.  Lead monthly departmental meetings with focus generally on curriculum development.  Order textbooks, materials, and supplies for the department.  Write English copy for the department. Coordinate special education services.  Use data to assess progress towards targets. Serves on the school's student protection council. 

Báðir deildarstjórar Heldur utan um skráningar í Skólagátt og fylgir því eftir að skólinn sé rétt uppfærður. Útfærir stundaskrár í samræmi við skipulag skólastjóra. Skipuleggur afleysingar v/forfalla. Annast skipulag úti- og innivörslu í frímínútum og hádegishléi. Sér um að finna afleysingar í forföllum.  Skipuleggja afleysingar vegna forfalla í frímínútum Annast forfallaskráningu vegna nemenda í Mentor. Sjá um og skipuleggja skólaferðir nemenda, þar með talið skipulag fjáröflunar Skipuleggur afleysingar vegna forfalla Skipuleggja uppbrotsdaga Sitja árgangastjórafundi og fundi með faggreinakennurum Fylgir eftir að náms- og kennsluáætlanir séu í lagi á vef Sjá um gerð fundaplana Fylgjast með námsframvindu nemenda og grípa inn í tímanlega með viðeigandi hætti. Er milliliður vegna funda starfsmanna og námskeiða allskonar. Minna kennara á að virkja agaferil og lausnablað. Minna kennara á að senda út mætingar nemenda um hver mánaðarmót. Minna kennara á að virkja ástundunarkerfi skólans. Sjá um almenna vinnu tengda Mentor, s.s. skráningu og umsjón með að nemenda- og starfsmannalistar séu réttir. Ber ábyrgð á uppfærslu upplýsinga um starfsmenn í Mentor. Sjá um innritun og inntöku nýrra nemenda og raðar þeim í bekki í samráði við framkvæmdastjóra/skólastjóra.  Tekur á móti kennaranemum í verknám og finnur leiðsagnarkennara? Í samstarfi við skólastjóra: Undirbýr og skipuleggur nýtt skólaár og stjórnar gerð stundaskráa í Ber ábyrgð á nýtingu skólahúsnæðis og skólalóðar og samræmir þarfir á hverjum tíma.

Verkefnastjórar
Verkefnastjóri 1 og 2 hafa umsjón með og bera ábyrgð á skilgreindum verkefnum í samráði við skólastjóra. Vinna m.a. að stefnumörkun og skipulagningu á faglegu starfi í samráði við skólastjóra og aðra starfsmenn. Verkefnastjóri 1 • Útfærir stundaskrár í samræmi við skipulag skólastjóra; • Skipuleggur afleysingar v/forfalla; • Annast forfallaskráningu vegna nemenda í Mentor; • Sér um tengsl skólastjórnar við þjónustuaðila Mentor og ber ábyrgð á umsjón og uppsetningu kerfisins innan skólans; • Sér um kynningu og eftirfylgni með Mentor kerfinu fyrir starfsmenn skólans. Verkefnastjóri 2 • Kemur að útgáfumálum skólans á ýmsum sviðum s.s. starfsáætlun, eineltisáætlun, jafnréttisáætlun, starfsþróunaráætlun og sér um uppfærslu á ýmsum þáttum heimasíðu; • Hefur umsjón með þróunarverkefnum í samvinnu við skólastjóra s.s. Erasmus verkefnum og Lýðræðiskaffi; • Skipulag og stjórnun skjalavörslu á innri vef skólans; • Skipulagning úti- og innivörslu í frímínútum og hádegishléi; • Skipulagning á kennslu íslensku sem annars máls í hringekju á miðstigi; • Leiðbeinir umsjónarkennurum og öðrum starfsmönnum skólans um leiðir til að auðvelda íslenskunám erlendra nemenda; • Annast móttöku nýrra starfsmanna og kennaranema í samræmi við móttökuáætlun; • Skipuleggur utanaðkomandi kannanir sem lagðir eru fyrir á viðkomandi skólastigi og er tengiliður við Rannsóknir og greiningu og Skólapúlsinn; • Er tengiliður við félags- og frístundamiðstöðina í Frostaskjól; • Er nemendaráðgjafi; • Situr í Nemendaverndarráði skólans.

Allir kennarar 
Meginhlutverk kennarans er kennslu- og uppeldisfræðilegt starf með nemendum, að vekja og viðhalda áhuga þeirra á námi, veita þeim handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt og stuðla að góðum starfsanda og vinnufrið meðal nemenda. Þessu hlutverki má einnig lýsa sem forystuhlutverki; að vera leiðtogi í námi nemandans. Þetta felur í sér áherslu á að skapa nemendum frjóar og fjölbreytilegar námsaðstæður. Vönduð kennsla, sem lagar sig að þörfum og stöðu einstakra nemenda í skóla án aðgreiningar, eykur líkur á árangri. Mikilvægt er að kennarar vinni saman að menntun nemenda eftir því sem framast er kostur og að kennsla og uppeldi verði ekki aðgreind allt frá upphafi til loka grunnskóla (Aðalnámskrá grunnskóla 2011). 

Vinnutíma kennara í fullu starfi er skipt í eftirtalda þætti: 
Kennslu, undirbúning og úrvinnslu kennslu sem hafa forgang í starfi kennara. 
Önnur fagleg störf. 
Starfsþróun og/eða aukinn undirbúning. 

Kennsla 
Kennsla beinist að því að hjálpa nemendum að tileinka sér þekkingu, leikni og jákvætt viðhorf og öðlast þannig þá hæfni sem stefnt er að í menntun. Í skóla án aðgreiningar á að ríkja fjölbreytni í vinnubrögðum og kennsluaðferðum. Kennarar bera faglega ábyrgð á að velja árangursríkustu leiðirnar til að ná sem bestum árangri í samræmi við hæfniviðmið sem stefnt er að hverju sinni. Við val á kennsluaðferðum og vinnubrögðum ber að taka tillit til aldurs, þroska og getu nemenda sem í hlut eiga og eðlis viðfangsefnisins. Vönduð kennsla, sem lagar sig að þörfum og stöðu einstakra nemenda í skóla án aðgreiningar, eykur líkur á árangri. Kennsluaðferðir og vinnubrögð í skólanum eiga að þjóna þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að. Sem dæmi má nefna að þau sem lúta að eflingu siðferðis- og félagsþroska, lýðræðislegri þátttöku og borgaravitund, verður t.d. því aðeins náð með því að efla siðfræði og félagsfærni nemenda á markvissan hátt og stuðla að jákvæðum skólabrag sem einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, samstarfi og samvinnu. Val á kennsluaðferðum og skipulag skólastarfs verður að miðast við þá skyldu grunnskóla að sjá hverjum nemanda fyrir bestu tækifærum til náms og þroska. Kennslan verður að taka mið af þörfum og reynslu einstakra nemenda og efla með nemendum áhuga og vinnugleði. Kennsluhættir skulu taka mið af jafnrétti og jafnræði og mega ekki mismuna nemendum, t.d. eftir kynferði, búsetu, uppruna, litarhætti, fötlun, trúarbrögðum, kynhneigð eða félagslegri stöðu (Aðalnámskrá grunnskóla 2011). Önnur fagleg störf Námskrárvinna, námsáætlanir, kennarafundir, stigsfundir, foreldrasamskipti, samstarfsfundir innan og utan skólans, samstarf vegna einstakra nemenda, skráning upplýsinga/upplýsingagjöf til foreldra og samstarfsmanna, umfangsmeiri upplýsingagjöf um einstaka nemendur, leggur fyrir utanaðkomandi kannanir sem lagðar eru fyrir á viðkomandi skólastigi, sjá um innkaup frá Menntamálastofnun og umsjón og eftirlit með kennslurými s.s. frágangur að vori. Starfsþróun og/eða aukinn undirbúningur Unnið er samkvæmt starfsþróunaráætlun Landakotsskóla. Tími til starfsþróunar markast af samningsbundnum 150/126/102 klst. á ári til símenntunar og undirbúnings kennara. Sá tími er almennt ætlaður utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara. 33% álag leggst á endurmenntunina ef hún fer fram á starfstíma skólans og 45% sé hún á frídögum eða um helgar. Fag- og sérgreinakennarar Fag- og sérgreinakennarar kenna og sérhæfa sig á ákveðnu sviði og bera ábyrgð á kennslu í ákveðinni grein með mismunandi nemendahópum, t.d. sem textílkennari, smíðakennari, heimilisfræðikennari, íþróttakennari, myndmenntakennari, tónmenntakennari, kennari í íslensku sem öðru máli, danskennari, tónlistarkennari, tungumálakennari, íslenskukennari, stærðfræðikennari, náttúrufræðikennari, samfélagsfræðikennari eða heimspekikennari. • Þeir bera ábyrgð á námi allra nemenda í nemendahópnum; • Leysa úr vandamálum í samstarfi við umsjónarkennara sem upp kunna að koma hjá nemendum; • Kynna sér greiningar og aðrar skýrslur sem liggja fyrir í skólanum; • Eru í samstarfi við umsjónarkennara og sérkennara um leiðir og val á námsefni; • Kynna sér einstaklingsnámskrá nemanda og eru til samráðs við gerð þeirra eftir því sem þurfa þykir; • Sitja stöðufundi vegna nemenda; • Hafa umsjón með faggreinastofu og kennslutækjum; • Sjá um frágang að vori og innkaup fyrir næsta skólaár

Umsjónarkennari

Í lögum um grunnskóla (nr. 91, 2008) er kveðið á um að hlutverk umsjónarkennara sé að fylgjast náið með námi nemenda sinna og þroska, leiðbeina þeim í námi og starfi, aðstoða og ráðleggja þeim um persónuleg mál og stuðla þannig að því að efla samstarf heimila og skóla. 
Umsjónarkennari hefur m.a. eftirfarandi hlutverk: Leitast við að vera í góðu sambandi við nemendur og foreldra þeirra. Er trúnaðarmaður sem nemendur geta leitað til með vandamál sem snúa að náminu, skólanum og öðru. Hann leysir á eigin spýtur smærri vandamál en leitar samráðs um önnur eða kemur þeim í réttan farveg. Er talsmaður nemenda við stjórnendur, aðra kennara, starfsmenn og nemendaverndarráð. Leitast við að skapa góðan bekkjaranda, réttlátar vinnu- og umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi. Fylgist með skólasókn og grípur til aðgerða gerist þess þörf. Skipuleggur viðtöl við foreldra á foreldradögum og hefur tiltækar upplýsingar frá öðrum kennurum. Hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd bekkjarkvölda, vettvangsferða og annarra viðburða í bekkjarstarfinu í samstarfi við annað starfsfólk skólans og foreldra eftir því sem við á hverju sinni. Annast skýrslugerð, einkunnafærslur og afhendingu einkunna. Kynnir nemendum skólareglur og ræðir þær.

Skrifstofustjóri

Næsti yfirmaður: Skólastjóri

Ábyrgðarsvið: Að sjá til þess skrifstofa skólans starfi á fullnægjandi hátt.
Helstu verkefni: Sinnir daglegri afgreiðslu á skrifstofu skólans ásamt símsvörun. Svarar fyrir skólans hönd ýmsum fyrirspurnum eða vísar þeim til réttra aðila. Sér til þess að skilaboð berist til kennara og annarra starfsmanna. Tekur á móti pósti og kemur honum í réttar hendur. Tekur á móti og afhendir gögn sem berast inn í skólann. Pantar pappír og aðrar vörur sem tilheyra skrifstofuhaldi og fjölföldun á vegum skólans. Annast póstsendingar. Sér um útprentun á nemendalistum, stundaskrám og vinnuskýrslum. Hefur umsjón með skráningu barna í frístund og stendur skil á innheimtulistum þar að lútandi. Sér til þess að gögn varðandi nemendur og bókhald séu skráð og varðveitt og sér um samskipti við bókara og endurskoðanda skólans. Heldur utan um skráningu nemenda í mötuneyti. Er í samstarfi við deildarstjóra beggja deilda vegna fjarveru starfsmanna, fer yfir stöðu mánaðarlega og fer yfir vinnustunda- og launalista. Sér um að á skrifstofu sé jafnan farið yfir reikninga skólans og fylgst með færslum. Sér um skjalavörslu skólans. Sér um viðhald fjölföldunartækja og aðstoðar starfsfólk við notkun þeirra. Afgreiðir strætómiða og pantar leigu á rútum vegna sund- og vettvangsferða. Vinnur rekstraráætlun með framkvæmdastjóra. Upplýsir framkvæmdastjóra reglulega um fjárhagsstöðu skólans og fylgist með að áætlanir séu í takti við daglegan rekstur. Hefur þekkingu á viðeigandi kjarasamningum og hlutverki vinnuveitanda. Heldur utan um starfsmannagögn, þ.e. skráir inn og viðheldur upplýsingum um starfsmenn. Sér um útborgun launa og greiðslu launatengdra gjalda. Hefur umsjón með þeim greiðslum sem skólanum berast, s.s. vegna skemmtana, nemendaferða og mötuneytis. Sér um pantanir á þeim gögnum sem eru nauðsynleg rekstri skrifstofunnar eða skólans að ósk skólastjórnenda. Annast mataráskrift starfsmanna. Móttekur greiðslur fyrir hina ýmsu þætti skólastarfsins. Sinnir móttöku skjala á skrifstofu skólans. Móttaka þeirra sem eiga erindi á skrifstofu skólans. Símaþjónusta, póstafgreiðsla, ljósritun. Tryggir að upplýsingar frá stjórnendum berist örugglega til réttra aðila. Ber ábyrgð á skjalavistun skólans (geymsla, skipulag, skráning, frágangur fundagerða). Færa og viðhalda nemenda- og starfsmannaskrá svo hún sé sem réttust á hverjum tíma. Almenn skrifstofustörf. Umsjón með skrifstofuvörum skólans, móttaka og birgðahald. Verkstjórn við störf á skrifstofu eftir því sem við á. Heldur bókhald yfir þá rekstrarþætti sem honum eru faldir. Uppgjör mötuneytis starfsmanna og nemenda. Annast innkaup, peningaumsýslu og bankaviðskipti í samráði við skólastjóra. Undirbúningur og frágangur ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, vinnutímaramma. Kannar réttmæti reikninga yfirfer rétta gjaldaliði og sendir skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar til greiðslu.

Umsjónarmaður tæknimála

Helstu verkefni.
Sér um aðgang starfsfólks að innra neti skólans. Fylgist með nýjungum í skólastarfi, tengt upplýsingatækni, sækir námskeið, kynningarfundi og aðra fundi er tengjast starfinu. Aðstoðar við fyrirlögn utanaðkomandi kannana. Heldur utan um tækjakost skólans tengt upplýsingatækni. Ýmis verkefni tengt Office 365 s.s. netföngum starfsmanna og hópnetföngum. Sér um að fylgjast með blekhylkjum í prentarana og skipta þeim út. Sjá til þess að blek sé til áður en það klárast í prenturunum.
Responsibilities as IT coordinator: Creating and managing school accounts (Office 365), Google Accounts and any associated school subscriptions (apple-id, quizlet, skedda, etc.) Buying, setting up, assigning and managing all school devices (staff and student laptops, ipads, tablets, other internet-based devices) Ensuring the safe use of devices in the school and managing school-wide settings Direct point of contact with Þekking to solve network-related issues Helping staff with various technological issues Creating school-wide forms (e.g. registration forms) Overseeing Icelandic exams that are taking place online
Responsibilities as Cambridge Exams Officer: Direct point of contact with Cambridge Keeping informed of curriculum changes and exam practices Assisting teaching staff with subject-related issues Managing exams, including creating entries, issuing exam timetables etc. Receiving and securing parcels from Cambridge Storing and dispatching exam material to Cambridge securely Filling in all Cambridge paperwork Training staff for invigilation of exams Overseeing the smooth and secure running of exams according to all Cambridge regulations Managing the school website Creating and managing school-wide surveys, collecting and analysing results Managing mentor-related issues (some training needed) Updating technology-related policies Providing training for staff as needed Centralising digital resources Monitoring student attendance (international department) and leave of absence and inform staff, admin and / or families when next steps need to be taken. Overseeing the running of other exams taken in school (for example MAP tests) Overseeing scheduling of lesson cover Creating departmental forms in both departments for continuity.


Sérkennari

Vinnur í samstarfi við umsjónarkennara og faggreinakennara. Kennir ákveðnar námsgreinar eftir þörfum hvers nemanda, ýmist í hóp- eða einstaklingstímum. Finnur námsefni og námsgögn við hæfi í samstarfi við umsjónarkennara eða viðkomandi faggreinakennara. Heldur utan um gerð einstaklingsnámskráa hjá sérkennslunemendum í nánu samráði við umsjónarkennara og/eða viðkomandi faggreinakennara. Heldur utan um endurskoðun einstaklingsáætlana að vori í nánu samráði við umsjónarkennara og/eða viðkomandi faggreinakennara. Annast skipulag, framsetningu og framkvæmd á kennslu í íslensku sem öðru máli á yngsta stigi. Gerir vorskýrslur í lok starfsárs fyrir nemendur sem hann kennir. Aðstoðar umsjónarkennara við skipulagningu og framkvæmd námsferða og óhefðbundinna skóladaga með tilliti til hvers nemanda með sérþarfir. Situr fundi með sérfræðingum.

Stuðningsfulltrúar

Vinna í nánu samstarfi við umsjónarkennara og deildarstjóra stoðþjónustu. Eru kennurum til aðstoðar við að sinna hverjum nemanda sem þarf sérstaka aðstoð. Geta eftir aðstæðum einnig sinnt öðrum nemendum í bekknum, m.a. til að kennari geti aðstoðað nemanda sem þarf séraðstoð og til að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir. Hafa eftirlit með nemendum inni í kennslustofu í fjarveru kennara, þ.e. gæta þess að þeir vinni verkefni sem lögð hafa verið fyrir. Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð. Vinna eftir áætlun sem kennari hefur útbúið í samráði við sérkennara og foreldra. Ýta undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum, t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfir og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt. Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu. Veita nemendum félagslegan stuðning með því að hlusta á frásagnir og reynslu þeirra og spjalla við þá þegar aðstæður leyfa. Fylgja einum eða fleiri nemendum á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum.

Náms- og starfsráðgjafi

Hlutverk Náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í þeim málum sem snerta nám, líðan og framtíðaráform þeirra. Náms- og starfsráðgjafi er talsmaður nemenda og trúnaðarmaður. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra. Tekur viðtöl við nemendur að þeirra ósk. Er trúnaðarmaður og málsvari nemenda. Er í samskiptum við foreldra og kennara þeirra nemenda, sem til hans leita, í samráði við viðkomandi nemendur. Tekur á móti erindum frá nemendum, foreldrum þeirra, kennurum og stjórnendum skólans. Heldur námskeið í ART og fleir sérhæfð námskeið fyrir nemendur tengt félagsfærni. Er tengiliður við félags- og frístundamiðstöðina í Frostaskjóli. Kemur að framhaldsskólakynningum fyrir 10. bekk. Sér um skipulagningu og framkvæmd á vali í unglingadeild. Er tengiliður við Tækniskólann vegna grunnskólavals fyrir 10. bekkingar Hefur umsjón með könnunum sem þörf er á í þágu nemenda : Líðan könnun í október. Er ráðgefandi í málefnum nemenda með félagsleg og tilfinningaleg vandamál. Er ráðgefandi og til aðstoðar í eineltis- og forvarnamálum. Situr í nemendaverndarráði og forvarnarráði.

Umsjónarmenn árganga

Tryggja samráð og samvinnu milli kennara á viðkomandi skólastigi, t.d. hvað varðar heimanám, ýmiss konar samstarf og uppbrot (t.d. lestrarátak eða vettvangsferðir) og gerð kennsluáætlana. Sjá um að eðlileg samfella sé í námi milli árganga. Eru kennurum ráðgefandi um hvað skuli kennt og hvernig, eftir því sem við á. Ganga eftir að náms- og kennsluáætlanir séu gerðar og þeim haldið til haga svo aðrir geti nýtt sér þær. Stjórna árgangafundum og sjá til þess að fundargerðir séu ritaðar. Sitja reglulega fundi með skólastjóra þar sem ræddar eru leiðir til þróunar skólastarfs á stiginu. Minna á pósta um ástundun í gegnum Mentor. Koma að skipulagi vettvangsferða nemenda í samráði við kennara viðkomandi árganga.

Umsjónarmaður bókasafns

Sér um safngæslu og daglega umsjón. Sér um útlán bóka og annarra gagna. Sér um frágang bóka. Heldur röð og reglu á bókum í hillu. Sér um innkaup á bókum og öðrum gögnum. Sér um viðhald og viðgerð á bókum og gögnum.

Forstöðumaður frístundar

Er verkstjóri og næsti yfirmaður starfsmanna, skipuleggur störf þeirra og heldur skrá yfir vinnutíma þeirra. Undirbýr og skipuleggur fundi með starfsmönnum. Heldur fundi með foreldrum/forráðamönnum barna sem eru að hefja skólagöngu og barna með sérúrræði. Hefur reglulega viðtalstíma fyrir foreldra/forráðamenn til þess að ræða málefni barns í frístund. Fylgist með því að nauðsynleg leikföng, búnaður og önnur gögn séu til staðar og leggur fram til skólastjóra tillögur til úrbóta eftir þörfum. Sér um frágang eftir vetrarstarfið og að eðlilegt viðhald fari fram á búnaði.

Starfsmenn frístundar

Taka fullan þátt í öllu dagskipulagi innan frístundar. Skipuleggja dagskrá í samráði við aðra starfsmenn. Bera ábyrgð á hópastarfi eða klúbb. Aðstoða nemendur í leik og starfi. Efla virkni, ábyrgð, sjálfsmynd og sjálfstæði barnanna. Sjá um að frágangur húsnæðis sé viðunandi að vinnudegi loknum.

Umsjónarmaður skóla

Sér um að húsnæði skólans og allur búnaður, ásamt skólalóð, sé ávallt í fullnægjandi ástandi. Sér um að almennur tækjakostur skólans sé jafnan í lagi, þar með talið móðurklukka, og kemur þeim tækjum skólans sem biluð eru til viðgerðar. Sér um að húsnæðið sé opið við upphaf skóladags og ber ábyrgð á frágangi húsnæðis við lok skóladags. Hefur umsjón með lyklamálum vegna starfsmanna skólans og annarra sem þurfa þykir. Sinnir almennu viðhaldi skólahúsnæðis og lóðar og kallar iðnaðarmenn til verka. Hefur umsjón með ræstingu skólahúsnæðis ásamt því að sjá um skipulagningu hennar. Sér um innkaup á ræstivörum og öðru er varðar verksvið viðkomandi og einnig að gjaldaliðir ræstingar séu innan fjárheimilda. Er næsti yfirmaður skólaliða, skipuleggur og ber ábyrgð á störfum þeirra. Hefur umsjón með því að salur og annað húsnæði sé undirbúið fyrir fundi, skemmtanir og aðrar þær uppákomur sem starf skólans kallar á. Hefur umsjón með öryggiskerfi skólans tengdu Öryggismiðstöð Íslands og Securitas. Annast eftirlit og viðhald á húsbúnaði. Sér um að hiti, lýsing og loftræsting hússins sé fullnægjandi og að kerfi þessi starfi rétt. Annast endurnýjun hvers konar ljósgjafa, s.s. flúrpípa og pera. Sér um frágang sorps frá skólanum, hreinsun á rusli á skólalóð og flokkun sorps. Annast snjómokstur frá dyrum og af tröppum skólans. Fær verktaka til að sinna meiriháttar verkefnum eins og snjómokstri á bílastæðum, leiksvæðum og sanddreifingu eftir þörfum. Sér um að flytja húsgögn og tæki milli notkunarstaða í skólanum, þegar þörf er á. Sér um allar merkingar á rýmum innan dyra. Fer með umsjón öryggismála skólans og kemur að skipulagi neyðaráætlana.

Skólaliðar

Halda skólanum hreinum og snyrtilegum. Sjá um öll þrif. Fara yfir skólalóðina á hverjum morgni. Sjá um framreiðslu á mat og frágang. Aðstoða við uppröðun og tilfærslu á húsgögnum og tækjum þegar þörf er á. Þurrka bleytu af göngum og halda snyrtingum hreinum yfir daginn. Þrífa reglulega gólf á ákveðnu svæði.

Skólahjúkrunarfræðingur

Skólahjúkrunarfræðingur sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og nýtir þau tækifæri sem gefast til að fræða nemendur um flest það sem lýtur að heilbrigði og vellíðan. Áhersla er lögð á mikilvægi heilbrigðra lífshátta og að hver og einn ber ábyrgð á eigin heilsu og foreldrar á heilsu barna sinna.

Trúnaðarmenn

Hlutverk trúnaðarmanns er að vera tengiliður milli stéttarfélags og vinnustaðar. Hann er talsmaður stéttarfélagsins á vinnustaðnum og fylgist með því að kjarasamningum sé framfylgt. Starfsmenn geta leitað til trúnaðarmanns með umkvörtunarefni og hann er tengiliður við atvinnuveitanda í þannig málum. Það er einnig hlutverk trúnaðarmanns að kynna nýjum starfsmönnum þeirra réttindi, starfskjör og starfsemi stéttarfélagsins.



Leit