Bekkjafulltrúar

Verkefnaskrá bekkjarfulltrúa

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. 

Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa, á fundi með umsjónarkennara að hausti. Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir fyrir hvern bekk og að einungis sé skipt um annan bekkjarfulltrúann í hvert sinn, þannig að þeir sitji tvö ár í senn. 

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að halda utan um og koma að skipulagningu bekkjarstarfs með það að markmiði að styrkja samskipti og vináttu innan bekkjardeilda ásamt því að styrkja samband á milli foreldra í hópnum. Bekkjarfulltrúar og umsjónarkennarar eru í virku og góðu sambandi.

Stjórn foreldrafélagsins heldur fund með öllum bekkjarfulltrúum einu sinni á ári og er þeim innan handar varðandi skipulagningu og upplýsingar. 

Bekkjarfulltrúa eru tengiliðir og verkstjórar, þeir: 
  • Taka þátt í starfi foreldrafélagsins og virkja aðra foreldra til samstarfs. 
  • Skipuleggja bekkjarskemmtun utan skólatíma til að nemendur og foreldrar hittist, kynnist og eigi ánægjulega stund saman. 

Viðmið: 
  • Hittast a.m.k tvisvar fyrir jól og tvisvar e. jól 
  • Skipuleggja vinahópa. 
  • Skapa vettvang fyrir foreldra til að hittast, kynnast og spjalla t.d. með kaffihúsahittingi. 
  • Mjög gott er að samræma reglur fyrir bekkinn s.s. notkun tölva, boð í afmæli, afmælisgjafir, bannaðar kvikmyndir og tölvuleikir o.s.frv. 
  • Mæta á aðalfund foreldrafélagsins sem haldinn er á haustmisseri.
Viðburðir á vegum bekkjarfulltrúa og foreldrafélags
Fastir viðburðir á vegum foreldrafélags er hátíðarkaffi á aðventu og vorhátíð þar sem foreldrar hittast. Á báðum hátíðunum er vegleg veitingasala auk þess sem ýmsir munir eru seldir til fjáröflunar. Þessa daga eru seldir munir eða haldið happdrætti sem foreldrafélagið hefur aflað og innkoman notuð til þess að styrkja ferðasjóð nemenda eða framkvæmdir á lóð skólans. Foreldrafélagið hefur styrkt skólann til ýmissa góðra verka.
 
Upplýsingar til foreldra
Umsjónarkennarar á yngri stigum skrifa vikulegan tölvupóst til foreldra. Foreldrar hafa aðgang að Mentor, en auk þess senda skólastjórnendur rafrænt fréttabréf mánaðarlega á starfstíma skóla og oftar ef þurfa þykir sem er bæði á íslensku og ensku.
 
Útivistarreglur
Fjallað er um útivistartíma barna í 92. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, þar segir: Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomur. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
International department

Kindergarten.
Patrycja Frączyk 
Neuza Isabel Da Silva Valadas 
Garðar Víðir Gunnarsson 

1st grade
Tina Gotthardt 
Ancuta Balcan

2nd grade
Leanna Rae Klingbeil
Mahnoor Shah Zeb


3rd grade
Vaibhav Anil Anandgaonkar
Berglind Jóna Hlynsdóttir

4th grade
Ina Vogel 
Patrycja Frączyk

5th grade
Yinli Wang 
Patrycja Fraczyk

6th grade
Sárka Wohlmuthová 
Tania Zarak Quintana 
Katherine Nichols 

7th grade 
Carine Chatenay
Hildur Björgvinsdóttir

8th grade
Pramod Adhikari
Katherine Nichols

9th grade 
Carin Shiebley
Marion Herrera 

10th grade
Bryony Mathew  
Íslenskudeildin

5 ára bekkur
Halla Vilhjálmsdóttir
Steinunn Hauksdóttir

1. bekkur
Rós Kristjánsdóttir
Anna Ólafsdóttir

2. bekkur
Örn Alexander Ámundason
Pétur Kristófer Oddsson

3. bekk
Þórunn María Bjarkadóttir
Margrét Rut Eddudóttir
Alma Sigurðardóttir

4. bekkur
Bjarki Gunnar Halldórsson
Ingunn Ingimarsdóttir
Elísabet Guðbjörg Helgadóttir
Bragi 
Elín  Vigdís Guðmundsdóttir
Eyrún Lind Magnúsdóttir

5. bekkur
Karna Sigurðardóttir 
Emma Björg Eyjólfsdóttir 
Harry Koppel 

6. bekkur


7. bekkur
Elín Vigdís Guðmundsdóttir
Andri Ólafsson

8. bekkur
Inga Karen Ingólfsdóttir
Selma Hafliðadóttir

9. bekkur
Omar Hamed Aly Salama 
Sólrún Sumarliðadóttir 

10. bekkur
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, 
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
Leit