Einelti
Eineltisteymi skólans
Fríða Guðlaugsdóttir- Námsráðgjafi og formaður eineltisteymisins
Jenny McKeown- Deildarstjóri alþjóðadeildar
Casey Dokoupil- Kennari í alþjóðadeild
Ólafía María Gunnarsdóttir- Deildarstjóri íslenskudeildar
Silja Snædal- Kennari í íslenskudeild
Umsjónarkennari nemanda
Jenny McKeown- Deildarstjóri alþjóðadeildar
Casey Dokoupil- Kennari í alþjóðadeild
Ólafía María Gunnarsdóttir- Deildarstjóri íslenskudeildar
Silja Snædal- Kennari í íslenskudeild
Umsjónarkennari nemanda
Hvað er einelti?
Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
Samkvæmt reglugerðinni þurfa eftirtalin atriði að koma til svo háttsemin teljist vera einelti:
- Hegðunin er meiðandi, særandi eða niðurlægjandi fyrir þann sem fyrir henni verður og er til þess fallin að mismuna, ógna, útiloka og valda vanlíðan hjá þeim sem hegðunin beinist að.
- Viðkomandi á erfitt með að verjast
- Hegðunin þarf að vera síendurtekin og standa yfir í einhvern tíma, (viku eða lengur)