Heimsókn sendiherra Frakklands

5.maí 2018

Í síðustu viku kom sendiherra Frakklands, Graham Paul, í heimsókn til okkar til að afhenda nemendum í 8. og 9. bekk verðlaun sem þeir unnu i frönskukeppni grunskólanema. 
Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Vorfagnaður fjáröflunarfélags Landakotsskóla

27. apríl

Mikil og góð mæting var á vorfagnað fjáröflunarfélags Landakotsskóla sem haldið var með pompi og prakt í gærkveldi. Gestir gæddu sér á léttum veitingum af hlaðborði, hlýddu á Jakob Frímann syngja og spila og auk þess var dreginn út fjöldi happdrættisvinninga sem Halla Helgadóttir kynnti af mikilli snilld. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér.

 

Boð í tónmenntatíma

26.apríl

Í gær, miðvikudag, voru nokkrir nemendur úr 2.bekk svo elskulegir að bjóða 4.bekk að koma í heimsókn í tónmenntatíma og hlusta á þau spila lag sem þau voru að læra. Helmingur 4.bekkjar spilaði svo fyrir þau. Gaman var að fylgjast með hvað krakkarnir eru klár og dugleg að spila og eins hvað þau standa sig vel í að fylgjast með og hlusta af áhuga. Hér má sjá fleiri myndir úr heimsókninni.