Vesturbæjarbiskupinn og sigur stúlknasveitar Landakotsskóla

12. febrúar 2018

 l

Vesturbæjarbiskupinn, skákmót Vesturbæjar, var haldið í Hagaskóla þriðjudaginn 6. febrúar og hlaut Landakotsskóli sérstök þátttökuverðlaun þar en skólinn átti flesta nemendur á mótinu. Kira í 2. bekk vann einnig til bronsverðlauna í stúlknaflokki yngstu nemenda. Á meðfylgjandi mynd má sjá alla keppendur Landakotsskóla fagna farandbikarnum forláta sem Landakotsskóli fékk að launum. Til hamingju! 

Þá eru fleiri hamingjuóskir við hæfi því stúlknasveit Landakotsskóla, 6.-10.bekkur, vann 2. sæti á Íslandsmóti grunnskóla þarsíðustu helgi. Innilega til hamingju með frábæran árangur! Sveitina skipuðu Elsa í C hóp, Áróra í D hóp, Decca í 8.bekk og Iðunn í 5.bekk. 

Hundrað daga hátíð!

7. febrúar 2018

Ótrúlegt en satt, en nú hafa börnin í 1.bekk verið heila 100 daga í grunnskóla.

Dagurinn var mjög skemmtilegur. Hann hófst með samsöng, en síðan lá leið 1. bekkinga um skólann með tilheyrandi hávaða. Fengu þau dynjandi lófaklapp hvar sem þau komu.

Þá unnu þau ýmis verkefni tengd tölunni 100. Foreldrar tóku svo þátt með því að telja 100 góðgæti heima til að taka með á sameiginlegt veisluborð í skólanum. Hér má sjá fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.

Hringekja á miðstigi

2. febrúar 2018

27591008 10156104959869127 1583265145 n

Í hringekju í morgun bökuðu nemendur úr 7.bekk þetta girnilega brauð.