Íslandsmót grunnskóla í skák

26. febrúar 2018

 

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk 2018 fór fram í Rimaskóla laugardaginn 24. febrúar. Landakotsskóli sendi þrjár skáksveitir á mótið. Höfnuðu A- og B-sveit Landakotsskóla jafnar í 11-12. sæti og var B-sveitin þriðja efst af öllum B-sveitum mótsins. Alls kepptu 29 lið frá um 20 skólum um Íslandsmeistaratitilinn. Vatnsendaskóli sigraði mótið og varð Íslandsmeistari annað árið í röð. Landakotsskóli tekur þetta á næsta ári!

 

The National chess championship for 1.-3rd grade was held in Rimaskóli, Saturday 24th February. Landakotsskóli had 3 teams in the tournament. The A- and B-team ranked 11th-12th place and out of all the B-teams, Landakotsskóli B-team came 3rd. There were 29 teams competing in the Tournament and Vatnsendaskóli won and were crowned national champions the second year in a row. Landakotsskóli will win next year!

Heimsókn frá Kína

22.febrúar

Í síðustu viku heimsóttu okkur 30 kínverskir nemendur og kennarar frá Chinese Foundation Secondary School í Hong Kong. Skólinn leggur áherslu á tónlist og vísindi og er með 900 nemendur í 7. - 12. bekk. Micah, Nanna Hlíf, Kjartan og Atli skipulögðu smiðjur í útvist og ratleik, mældu sýrustig og spunnu lög saman þar sem kínversku nemendurnir unnu með 9. bekk og D- hóp. Kínversku nemendurnir héldu stutta tónleika inni á sal þar sem meðal annars var spilað á kínverska hörpu. Nemendur í 9. og 8. bekk hlýddu á auk þess sem 3. bekkur söng undurfallega fyrir gestina. Aldeilis skemmtileg og lærdómsrík skólaheimsókn. Nemendur Landakotsskóla voru til fyrirmyndar og dugleg að spjalla við kínversku félaga sína. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Öskudagur

14. febrúar 2018

Upp er runninn öskudagur og þá gerum við okkur glaðan dag í Landakotsskóla!

Nemendur og kennarar héldu í KR heimilið í morgun í grímubúningum og skemmtu sér saman fram að hádegismat. Myndir frá ferðinni í KR heimilið má sjá hér. Við vonum svo að allir njóti vetrarfrísins og hlökkum til að hefja kennslu á ný á mánudagsmorgun.