Evrópski tungumáladagurinn

3.október

26. september héldum við upp á evrópska tungumáladaginn. Þær Sólveig Simha, frönskukennari og Anna Guðrún Júlíusdóttir, kennari nemenda með annað tungumál en íslensku, skipulögðu verkefni þar sem nemendur skólans bjuggu til tungumálatré. Tréð stendur á gangi skólans og bjó hver nemandi til lauf sem á stendur góðan daginn á hans móðurmáli. Alls virðist okkur nemendur og starfsfólk Landakotsskóla tala 32 tungumál. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi.

Veisla í heimilisfræði

26.september

 received 10155741780444127

Í síðustu viku bjuggu nemendur úr 6.bekk til þessar glæsilegu veislukúlur í heimilisfræðitíma.

received 10155741780549127

 

Kynning á Flugbjörgunarsveit

13. september

Mánudaginn 11. september fór 9.bekkur í heimsókn til Flugbjörgunarsveitarinnar. Þar fengu nemendur kynningu á því frábæra sjálfboðaliðastarfi sem sveitin sinnir. Hér má sjá fleiri myndir frá heimsókninni.