Reykjaferð 7.bekkjar

7.maí 2018

Í síðustu viku var 7. bekkur í Skólabúðum í Reykjaskóla Hrútafirði. Stíf dagskrá var hjá krökkunum og gleðin í fyrirrúmi. Þau höfðu ýmislegt fyrir stafni og fyrir utan að vera í skemmtilegum tímum hjá kennurum skólans tóku krakkarnir t.d þátt í borðtennismóti og hárgreiðslukeppni. Þá léku þau sér mikið í íþróttum og sundi. Loks enduðu langir dagar á kvöld-vökum og diskóteki. Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.

Heimsókn sendiherra Frakklands

5.maí 2018

Í síðustu viku kom sendiherra Frakklands, Graham Paul, í heimsókn til okkar til að afhenda nemendum í 8. og 9. bekk verðlaun sem þeir unnu i frönskukeppni grunskólanema. 
Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Vorfagnaður fjáröflunarfélags Landakotsskóla

27. apríl

Mikil og góð mæting var á vorfagnað fjáröflunarfélags Landakotsskóla sem haldið var með pompi og prakt í gærkveldi. Gestir gæddu sér á léttum veitingum af hlaðborði, hlýddu á Jakob Frímann syngja og spila og auk þess var dreginn út fjöldi happdrættisvinninga sem Halla Helgadóttir kynnti af mikilli snilld. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér.