Stóra upplestrarkeppnin

12. mars 2018

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Ráðhúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 7. mars. Landakotsskóli sendi tvo keppendur úr 7.bekk; þær Brynhildi Glúmsdóttur og Sigrúnu Klausen, sem hlaut 3. sæti í keppninni. Báðar voru skólanum til mikillar prýði og stóðu þær þétt saman í öllum undibúningi. Landakotsskóli óskar þessum flottu og frambærilegu fulltrúum sínum innilega til hamingju með árangurinn. Hér má svo sjá fleiri myndir frá keppninni.

Forritun í 7.bekk

8. mars 2018

 

Undanfarið hafa 7.bekkingar fengið að spreyta sig í forritun, mikill áhugi var meðal krakkanna í hópnum eins og sjá má á myndunum hér.

Íslandsmót grunnskóla í skák

26. febrúar 2018

 

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk 2018 fór fram í Rimaskóla laugardaginn 24. febrúar. Landakotsskóli sendi þrjár skáksveitir á mótið. Höfnuðu A- og B-sveit Landakotsskóla jafnar í 11-12. sæti og var B-sveitin þriðja efst af öllum B-sveitum mótsins. Alls kepptu 29 lið frá um 20 skólum um Íslandsmeistaratitilinn. Vatnsendaskóli sigraði mótið og varð Íslandsmeistari annað árið í röð. Landakotsskóli tekur þetta á næsta ári!

 

The National chess championship for 1.-3rd grade was held in Rimaskóli, Saturday 24th February. Landakotsskóli had 3 teams in the tournament. The A- and B-team ranked 11th-12th place and out of all the B-teams, Landakotsskóli B-team came 3rd. There were 29 teams competing in the Tournament and Vatnsendaskóli won and were crowned national champions the second year in a row. Landakotsskóli will win next year!