Glymur

5.október 2018

Þann 21. september síðastliðinn héldu 7 nemendur og 2 kennarar í göngu upp að Glymi, sem er 200m hár foss í Hvalfirði. Nemendurnir 7 eru á unglingastigi og var ferðin hluti af valgrein á unglingastigi sem snýr að útivist og hreyfingu. Hér má sjá fleiri myndir úr þessari frábæru ferð.

Evrópski tungumáladagurinn

27. september

Í gær, 26. september, var evrópski tungumáladagurinn. Við í Landakotsskóla fögnuðum honum með því að klippa út lauf úr kartoni og fékk hver bekkur sinn lit. Á laufin skrifuðu börnin orðið "ást" á þeim tungumálum sem þau tala heima hjá sér. Laufblöðin hengdu þau svo á tungumálatréð okkar sem hangir inni í matsal og hvetjum við ykkur til að klíkja á það þegar þið komið næst í skólann.

Í tilefni dagsins var nemendum unglingastigs boðið í Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem þau hittu frú Vigdísi, fóru í ratleik og 10.bekkingar fengu að spreyta sig á forngrisku.

Hér má sjá fleiri myndir frá vinnunni við tréð og heimsókninni í Veröld.

Heimsókn frá lögreglunni

25. september 2018

20180919 0912081978

Í síðustu viku kom Guðrún Jack frá lögreglunni til okkar í Landakotsskóla og spjallaði við nemendur á yngsta stigi. Hún ræddi við nemendur um hvernig bregðast ætti við í tælingarmálum, fór yfir helstu umferðarreglur sem þau þurfa að þekkja og minnti á hjálmanotkun. Mjög góð og þörf heimsókn og börnin voru afar áhugasöm.