1.bekkur heimsækir lögreglustöðina

9.apríl 2018

Síðastliðinn föstudag fóru nemendur 1.bekkjar í heimsókn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Sigríður lögreglustjóri og Haraldur lögreglumaður tóku mjög vel á móti hópnum sem fékk fræðslu um störf lögreglunnar. Þau fengu að setjast á bak lögreglumótorhjóls, heyra í sírenum og setjast inn í Svörtu-Maríu. Að lokum fengu börnin að setjast inn í fangaklefa og voru svo leyst út með lögreglubarmmerki eftir að hafa fengið kleinur og djús. Var þetta mjög skemmtileg og fræðandi heimsókn og hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.

 

Þemadagar

23. mars

Hér í Landakotsskóla eru viðburðarríkir þemadagar að baki. Öllum nemendum af hverju stigi fyrir sig var skipt upp í hópa og unnið með viðfangsefnin lífbreytileika og sjálfbærni í bland við hugmyndir sem tengjast sýningunni sem nú er uppi í skólanum.

Vinnan var afar fjölbreytileg þar sem farið var í vettvangsferðir í fyrirtæki, söfn og virkjanir. Nemendur útbjuggu dýr sem borðað höfðu plast og forrituðu mál þeirra, þau gerðu leikföng, námsefni fyrir 5 ára og skrautmuni úr efnivið sem við fundum í náttúrunni, gerðu hugmyndir að umhverfisvænum leikvöllum, lærðu um útdauð dýr og áhrif mannsins á mörg þeirra, skoðuðu fuglalíf og áhrif mengunar á það, gerðu sandleiki um umhverfið, útbjuggu umhverfisvæn ílát sem má einnig borða, skoðuðu fiðrildi og umhverfi þeirra, plasteyjar í sjónum og svona mætti áfram lengi telja. Allir voru sammála um að dagarnir tókust vel, nemendur voru með frábærar hugmyndir og svo gefandi og skemmtilegt að vinna með þeim. Hér má sjá fjölmargar myndir frá þessum dögum.

 

Heimilisfræði í hringekju

19. mars

5. bekkur var í heimilisfræði í hringekju í síðustu viku og útbjuggu þau sérlega girnileg og falleg ávaxtaspjót. Hér má sjá fleiri myndir frá þeim.