Þemadagar

IMG 20190326 104947

2. apríl 2019
Í síðustu viku voru þemadagar í Landakotsskóla þar sem nemendur unnu með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni voru búin til sem sett  hafa verið upp um allan skólann. Fréttabréf var unnið í kjölfarið, með ljósmyndum og stuttum lýsingum á 13 mismunandi verkefnum sem hægt er að skoða hér.

Landakotsskóli er UNESCO skóli og hefur þar með skuldbundið sig til að vinna með heimsmarkmiðin og halda upp á að minnsta kosti tvo alþjóðlega UNESCO daga. Á yfirstandandi skólaári var haldið lýðræðisþing með unglingadeildinni á Degi mannréttinda barna þann 20. nóvember. 21. febrúar var haldið upp á alþjóðlegan dag móðurmáls með umfjöllun um hvað væri móðurmál og unnu verkefni í kjölfarið sem hanga á hurðum bekkjanna. Með því að smella á myndina með fréttinni er hægt að skoða fleiri myndir frá þemadögunum.

Kórferðalagshópur Landakotsskóla

25. mars 2019

Kór1

Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir

Hópur nemenda úr 5., 6. og 7. bekk Landakotsskóla tóku þátt í Landsmóti barna- og unglingakóra sem haldið var í Grundarskóla á Akranesi helgina 15. – 17. mars. Þau sungu svo fyrir bekkjarfélaga sína og nemendur yngsta stigs í samsöng sl. föstudag.

Landsmót barna- og unglingakóra eru haldin annað hvert ár á mismunandi stöðum á landinu. Skólakór Grundaskóla var gestgjafi mótsins en um 240 börn komu saman frá 5. bekk og uppúr. Nemendur unnu saman í söngsmiðjum og héldu síðan lokatónleika í Grundaskóla sunnudaginn kl. 13:30. Öll börnin gistu í Grundaskóla.

Fjölbreytt verkefni í ensku í 5. bekk

19. mars 2019

thumbnail penfriend picture

Í enskukennslu í 5. bekk hafa nemendur fengist við fjölbreytt verkefni. Til dæmis hafa þeir skrifað bréf til nemenda í skóla í Englandi sem heitir St Mary's High School í Chesterfield. Það ríkti mikil gleði og spenningur þegar bréf bárust til baka frá nýju pennavinunum ásamt smá gjöf sem var barmmerki skólans. Fleiri bréf eru nú á leiðinni á milli nemenda skólanna.
Einnig hefur verið unnið með orðaforða um kvikmyndir og kvikmyndagerð, nemendurnir hafa sameinað ensku og tölvufærni sína til að gera nokkur skemmtileg sýnishorn fyrir kvikmyndir sem þeir vilja sjá. Hér er hægt að skoða tvö sýnishorn Chadman and Co.MOV og Sophie and Co film