Heimsins stærsta kennslustund

20221206 110031

Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

Verkefnið Heimsins stærsta kennslustund var formlega sett af stað í Landakotsskóla þriðjudaginn 6. desember sl.

Eliza Reid, forsetafrú og verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hélt erindi um mikilvægi menntunar og Magnús Þór Jónsson formaður KÍ, ávarpaði gesti. Fulltrúar frá Ungmennaráði heimsmarkmiða SÞ voru einnig á staðnum.  

Heimsins stærsta kennslustund er verkefni sem miðar að því að efla fræðslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og auka vitund nemenda um alþjóðamál og sjálfbærni. Þemað að þessu sinni er heimsmarkmið nr. 4 – Menntun fyrir alla.

Námsefni um heimsmarkmið 4, má finna  á vef Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, https://www.un.is, undir Heimsins stærsta kennslustund 2022.

UNESCO-skólaverkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytisins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, en eitt forgangsmála verkefnisstjórnar sem vinnur að innleiðingu heimsmarkmiðanna hér á landi er að efla menntun og fræðslu þegar kemur að sjálfbærni, frið og mannréttindum. UNESCO-skólar eru um 12 þúsund talsins um heim allan í yfir 180 löndum. Áhersluatriði þeirra eru friður og mannréttindi, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, alþjóðasamstarf og starfsemi SÞ. UNESCO-skólar á Íslandi eru nú 17 talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og tíu framhaldsskólar.

AI-lum­inati vann bikar fyrir bestu liðsheildina í First Lego Leage

KRI lego vinningslid 221119 007 2048x1108
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir. 

Lið Landakotsskóla, AI-lum­inati vann einn af fjórum bikurum sem veittir eru í foritunarkeppninni First Lego Leage sem fram fór í Háskólabíó og laugardaginn 19. nóvember sl. Bikarinn fengu þau fyrir bestu liðsheildina (CORE VALUES/grunngildi). Grunngildin eru, Uppgötvun/Discovery, nýsköpun /Innovation, áhrif/Impact, þátttaka/Inclusion, teymisvinna/Teamwork, skemmtun/Fun.  Sinead Aine Mc Carron hefur kennt hópnum sem er skipaður eftirfarandi dugnaðarforkum;  Alfred Ása Davíðssyni, Bríet Jóhönnu Arnarsdóttur, Cal Lee Cash-Peterson, Magnúsi Finn Þórðarsyni, Muhammad Shayan Ijaz Sulehria, Oddnýju Áslaugu Kjartansdóttur, Oliwiu Julia Guz og Simón Zarate Eggertsson. Til hamingju öll! 

Þema keppninnar í ár var "Ofurkraftar" (e. Superpowered) 

17 lið úr grunnskólum landsins tóku þátt. Keppn­in, sem er í um­sjón Há­skóla Íslands hér á landi, er hald­in í nánu sam­starfi við grunn­skóla lands­ins. Hún hef­ur verið fast­ur viðburður um ára­bil en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem þátt­tak­end­ur koma sam­an til keppni.  

Keppn­inni var skipt í fjóra hluta. Meðal verk­efna kepp­enda var að for­rita vél­menni úr tölvu­stýrðu Legói til að leysa til­tekna þraut sem teng­ist áskor­un þessa árs. Þá áttu kepp­end­ur að vinna ný­sköp­un­ar­verk­efni sem teng­ist orku­mál­um í þeirra eig­in nærsam­fé­lagi. Enn frem­ur þurftu keppn­isliðin að gera grein fyr­ir því hvernig þau hanna og for­rita vél­mennið og loks horfði dóm­nefnd keppn­inn­ar sér­stak­lega til liðsheild­ar.

https://vimeo.com/event/2611022/embed/bc76d55844

https://firstlego.is/keppnin/myndir-2022/

Velkomin til Íslands hlaut Skrekkstunguna

  Skrekkur 2   skrekkur 3

Landakotsskóli hlaut sérstök íslenskuverðlaun á úrslitakvöldi hæfileikahátíðar reykvískra unglinga fyrir atriðið Velkomin til Íslands sem fjallaði um hvernig það er að koma til nýs lands og kunna ekki tungumálið.  

Íslenskuverðlaun Skrekkstungan voru nú veitt í fyrsta sinn. Rökstuðningur dómnefndar: Atriði Landakotsskóla þótti sýna skapandi tjáningu á íslensku, sló eign sinni á íslenska tungu og dregur fram jákvæð viðhorf til íslensku og málræktar. 18 nemendur úr öllum bekkjum unglingadeildar tóku þátt í Skrekk.  

Skrekkstunguna fær það atriði sem þykir skara fram úr í skapandi notkun á íslensku. Markmið verðlaunanna er að styðja við jákvæð viðhorf gagnvart íslensku og draga fram möguleika íslensku í skapandi starfi. Bókmenntaborg og Miðja máls og læsis standa að verðlaununum. Eiríkur Rögnvaldsson var formaður dómnefndar, @Aleksandra Kozimala fyrir hönd Miðju máls og læsis og Kjartan Már Ómarsson fyrir hönd Bókmenntaborgar. 

Við óskum nemendum, Guy Stewart leiklistarkennara, Sigríði Ölmu íslenskukennara og Ágústi aðstoðarkennara til hamingju með þennan flotta árangur.

Hér er hægt að horfa á atriðið Velkomin til Íslands