Nemendur 4. bekkjar tengja saman ýmis fræði

Nemendur í 4. bekk verið önnum kafin við að læra mannkynssögu og notuðu einmitt áfangann STEAM (vísindi, tækni, verkfræði, list og stærðfræði) til að tengja sögu við byggingarlist og verkfræði undir leiðsögn Sinead. Sérstaklega skoðuðu þau uppgötvanir frá Egyptalandi, Kína og Róm, til dæmis rúmfræði boga (Arch), hvernig einfaldar vélar voru gerðar og fjöldaframleiðslu á efni og verkfærum. Í síðustu viku enduðu nemendur rannsóknavinnu sína á því að búa til eigin vatnsrásir (Aqueducts) eins og Rómverjar gerðu. Þau voru mjög ánægð með að búa til svona stóra hluti saman. Umræðan á eftir var mjög lífleg. Nemendur ræddu uppfinningar og hverju væri hægt að breyta nú til dags, teymisvinnu og hvernig henni var háttað til forna miðað við í dag. Loks spjölluðu þau um mistök… og það að við verðum að læra af þeim !

 

Nemendur 4. bekkjar önnum kafin í þróunarvinnu

Sumarið er komið

Nú fer vorönnin að líða undir lok og í góða veðrinu þessa dagana njóta nemendur þess að vera sem mest úti. Sumir nýta sér það að kennarar leyfa þeim sem eru duglegir að klára verkefnin sín að fara fyrr út, spila boltaleiki eða sleikja sólskinið. 

Ísak, Óskar, Kristján og Jared njóta veðurblíðunnar