Hundrað daga hátíð!

7. febrúar 2018

Ótrúlegt en satt, en nú hafa börnin í 1.bekk verið heila 100 daga í grunnskóla.

Dagurinn var mjög skemmtilegur. Hann hófst með samsöng, en síðan lá leið 1. bekkinga um skólann með tilheyrandi hávaða. Fengu þau dynjandi lófaklapp hvar sem þau komu.

Þá unnu þau ýmis verkefni tengd tölunni 100. Foreldrar tóku svo þátt með því að telja 100 góðgæti heima til að taka með á sameiginlegt veisluborð í skólanum. Hér má sjá fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.

Hringekja á miðstigi

2. febrúar 2018

27591008 10156104959869127 1583265145 n

Í hringekju í morgun bökuðu nemendur úr 7.bekk þetta girnilega brauð. 

Lestrarhestar í 8.bekk

21. janúar 2018

IMG 0816

Nemendur áttunda bekkjar stóðu sig eins og hetjur í heimalestri fyrir jól og lásu samtals 39 bækur! Sumar hverjar eru hinir mestu doðrantar. Þau útbjuggu þessar fallegu bókahillur sem hafa að geyma upplýsingar um þær bækur sem þau lásu og hver las. Hillurnar eru fallega skreyttar, m.a. með klippimynd af Ópinu eftir Edvard Munch.