Jólatré á Þjóðminjasafninu

Nemendur í 5, 6. og 7. bekk var boðið að skreyta jólatré Þjóðminjasafnsins. Stefanía Stefánsdóttir, textíl- og myndmenntakennari skólans skreytti filtkúlur með nemendum og Finnur Óskarsson smíðakennari skar út margs konar stjörnur úr birkikrossvið.

Samsöngur 16. desember

Í morgun var síðasti samsöngurinn í desember undir stjórn Nönnu Hlífar Ingvarsdóttur tónmenntakennara. Við fengum í heimsókn tvo þekkta hljóðfæraleikara til að spila undir. Það voru þeir Daði Birgisson á píanó og Einar Valur Scheving á trommur.