Hugmyndakassi

Við í Kátakoti vorum að föndra hugmyndakassa.  Í hann geta krakkarnir í Kátakoti sett sínar hugmyndir og óskir varðandi starfið okkar. Farið verður reglulega yfir hugmyndir og þær framkvæmdar eftir bestu getu.  Þannig fá börnin okkar meira að segja og hafa tækifæri á því að hafa áhrif á umhverfið sitt.  

hugmyndakassi

Samsöngur

Í samsöng í morgun lék Freyja í 4. bekk á hörpuna sína fyrir nemendur skólans. 

Freyja

Stærðfræðikeppni MR

Stærðfræðikeppni MR var haldin í byrjun mars. Freyr Hlynsson í 9. bekk varð í 6. sæti og óskum við honum til hamingju með glæsilegan árangur.

staekeppni