Leikhús barnanna veturinn 2015-2016

Læra með því að leika

1.     Leiksýningar leiknar af börnum fyrir börn

2.     Stjórnað af atvinnufólk í faginu.

3.     Einkunnarorð: sjálfsagi, samvinna, einbeiting og sköpunargleði.

Nú er að hefjast sjötta leikárið hjá Leikhúsi barnanna í samvinnu við Landakotsskóla og Melaskóla. Öll börn í Reykjavík eru velkomin. Við bjóðum nemendum úr 5., 6., 7. og 8. bekk upp á leiklistarnámskeið og mun haust- og vornámskeiði ljúka með leiksýningu.

Haustnámskeið: Við munum kenna börnunum nokkur undirstöðuatriði leiklistarinnar, sem fela í sér líkamlegan gamanleik, "slapstick" og  trúðaleik, en einnig verður lögð áhersla á samleik, framsögn og raddbeitingu. Æfingar á Jólaævintýri Dickens í leikgerð Ingu Bjarnason verða í brennidepli.

Tími: Námskeiðið hefst föstudaginn 11. September. Bráðabirgðadagsetning á frumsýningu er 28. nóvember.

Kennt verður á föstudögum frá kl 14:20 til 16:00 og Þeir sem eru með stærstu hlutverkin og eru lengra komnir, munu líka  æfa á miðvikudögum kl. 14:20 til 16:00   Þegar nær dregur að frumsýningu og við hefjum æfingar í leikhúsinu verða börnin að vera undir það búin að koma á  aukaæfingar en það verður gert í samráði við foreldra.

Staður: Æft verður í Melaskóla á föstudögum og í Landakotsskóla á miðvikudögum og sýningar verða haldnar í Iðnó “leikhúsinu við tjörninna.” Námskeiðslok: Frumsýning á Jólaævintýrinu  verður í lok nóvember fyrir aðstandendur barnanna og aðrar sýningar eru fyrirhugðar fyrir nemendur úr Melaskóla og Landakotsskóla í samstarfi við skólastjóra skólanna. 

Kostnaður: 35.000 kr. á barn.

Skráning og upplýsingar: 

Inga Bjarnason leikstjóri og leiklistarkennari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. S. 8685560.

Virginia Gillard trúðaleikari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , S. 6923642.

Skólasetning

 

Skólasetning verður í Landakotsskóla mánudaginn 24. ágúst fyrir 2. - 10. bekk.

2., 3. og 4. bekkur kl. 9.

Alþjóðadeild kl. 10.

5., 6., og 7. bekkur kl. 11.

8., 9., og 10 bekkur kl. 12.

 Skólasetning 5 ára barna og 1. bekkjar verður föstudaginn 21. ágúst kl. 16.

Á skólasetningu gefst foreldrum kostur á að hitta sérgreinakennara og verður sagt örstutt frá áhersluatriðum í list- og verkgreinum og íþróttum, kennslubækur annarra greina munu liggja frammi. Síðan mun umsjónarkennari funda með hverjum bekk.Skólaferðalag 10. bekkjar

10. bekkur kom heim í gær eftir vel heppnaða ferð til London þar sem þau voru skóla sínum til sóma, fengu hrós fyrir góða framkomu frá heimamönnum. Frábærir dagar í alla staði sem voru vel skipulagðir af Sigríði sem þekkir borgina út og inn. 

london2

london3

london1