Heimilisfræði í hringekju

19. mars

5. bekkur var í heimilisfræði í hringekju í síðustu viku og útbjuggu þau sérlega girnileg og falleg ávaxtaspjót. Hér má sjá fleiri myndir frá þeim.

Stóra upplestrarkeppnin

12. mars 2018

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Ráðhúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 7. mars. Landakotsskóli sendi tvo keppendur úr 7.bekk; þær Brynhildi Glúmsdóttur og Sigrúnu Klausen, sem hlaut 3. sæti í keppninni. Báðar voru skólanum til mikillar prýði og stóðu þær þétt saman í öllum undibúningi. Landakotsskóli óskar þessum flottu og frambærilegu fulltrúum sínum innilega til hamingju með árangurinn. Hér má svo sjá fleiri myndir frá keppninni.

Forritun í 7.bekk

8. mars 2018

 

Undanfarið hafa 7.bekkingar fengið að spreyta sig í forritun, mikill áhugi var meðal krakkanna í hópnum eins og sjá má á myndunum hér.