Skólabyrjun 23. ágúst

Skólasetning í Landakotsskóla verður mánudaginn 23. ágúst. Vegna sóttvarna og samkomutakmarkana mun þessi fyrsti dagur verða með sama móti og síðasta haust. Hver bekkur mun hitta sinn umsjónarkennara og einn sérgreinakennara og eyða stund með þeim í skólanum og í nágrenni hans. Ef þið viljið hitta á mig, Önnu Guðrúnu, verkefnastjóra og nemendafulltrúa, Laurie Berg, deildarstjóra alþjóðadeildar, Helgu Stefánsdóttur, deildarstjóra stoðkennslu, Ernu Ólafsdóttur, sérkennara á yngsta stigi eða Karitas Sumati, forstöðukonu frístundar þá vinsamlegast sendið okkur póst og við finnum stund og stað fyrir fund.

Nemendur mæti í skólann eins og hér segir mánudaginn 23. ágúst:

GULT HÓLF I - VESTURHÚS
. 1. bekkur, kl. 8:30 - 10:30, á leiksvæði yngri barna. Hildur Karen, umsjónarkennari, Sunneva Kristín Sigurðardóttir, stuðningsfulltrúi og Karitas Sumati Árnadóttir, forstöðukona frístundar.
. 2. bekkur, kl. 8:45- 10:45 á leiksvæði yngri barna. Hera Sigurðardóttir, umsjónarkennari, Nanna Hlíf Ingvadóttir tónmenntakennari og Karitas Sumati Árnadóttir, forstöðukona frístundar.
. 3. bekkur, kl. 9:00 - 11:00 á leiksvæði yngri barna. Ólafía María Gunnarsdóttir, umsjónarkennari, Erna Ólafsdóttir sérkennari á yngsta stigi og Karitas Sumati Árnadóttir, forstöðukona frístundar.
. A hópur, kl. 9:15 - 11:15 á leiksvæði yngri barna. Jennifer Helen Mckeown ásamt Karitas Sumati forstöðukonu frístundar.

MIÐHÚS - BLÁTT HÓLF 
Nemendur og foreldrar munu hitta kennara sína fyrir framan inngang í miðhúsið sem er í portinu á móti Krists kirkju.
. 4. bekkur, 8:30 - 10:30. María Emilsdóttir, umsjónarkennari, Sinead McCarron, kennari í tækni og hönnun og Jolanta Paceviciené stuðningsfulltrúi.
. 5. bekkur, 8:45 - 10:45. Hulda Signý Gylfadóttir og Ólafía Jóhannesdóttir stuðningsfulltrúi, ásamt Stefaníu Stefánsdóttir myndmennta- og textílkennara
. B hópur, 9:00- 11:00. Erin Mae Johnson umsjónarkennari and Guy Stewart leiklistarkennari.
. C hópur, 9:15 - 11:15. Laura Engelhoff, umsjónarkennari og Stephanie User

GRÆNT HÓLF II - AUSTURHÚS 
Foreldrar og nemendur munu hitta kennara sína á stéttinni við aðalinngang skólans við Túngötu (á móti Landakotsspítala).
. 6. bekkur: 8:30 - 10:30. Guðbjörg Magnúsdóttir og Ragnheiður Kolviðsdóttir danskennari.
. 7. bekkur: 9:00 - 11:00. Kjartan F. Ólafsson og Guðrún Eyþórsdóttir umsjónarkennarar, ásamt Laru Hogg enskukennara.
. 8. bekkur: 13:00 Ása Sigurlaug Harðardóttir, umsjónarkennari og stærðfræðikennari og Louise Harris enskukennari og myndmenntakennari og Helgi Hrafn Ólafsson náttúru- og samfélagsfræðikennari.
. 9. bekkur: 9:30. Solveig Shima, umsjónarkennari og frönskukennari og ásamt Nínu Leósdóttir íslenskukennara.
. 10. bekkur: 13:30. Helga Birna Björnsdóttir, umsjónarkennari og dönskukennari og Sigríður Hjálmarsdóttir stærðfræðikennari.
. D1: kl. 10:00 Lara M. Hogg umsjónarkennari and Alexandre Goncalves aðstoðarkennari
. D2: kl. 14:00 Tom Clogan, umsjónarkennari and Alexandra Renee Illes aðstoðarkennari

Ætlast er til þess að nemendur komi með nesti þennan fyrsta dag (ávexti eða grænmeti og vatn) og líka þaðan í frá. Nemendur fá afhent námsgögn svo mikilvægt er að þeir komi líka með skólatöskur.
Margrét Sigurðardóttir og Anna Lísa Jónsdóttir munu boða foreldra fimm ára barna í einstaklingsviðtöl þennan fyrsta skóladag. Foreldrar fimm ára barna hafa tækifæri síðar til að hittast sem hópur og kjósa bekkjarfulltrúa.
Umsjónarkennarar annarra nemenda sem eru nýir í skólanum munu kalla forráðamenn á fund í þessari eða næstu viku.
Yngri nemendur, 1. - 3. bekkur og A hópur munu hittast á leikvelli yngri barna með foreldrum sínum og eiga þar stutta stund saman áður en þeir fara einir inn í skólann með kennurum sínum. Foreldrar ná í börnin tveimur tímum síðar. Kjósa þarf tvo bekkjarfulltrúa í hverjum bekk.

Við skiptum skólanum í þrjú sóttvarnarhólf, hvorki nemendur né starfsfólk fara á milli hólfa. Þetta þýðir að stundaskrár nemenda verða með öðru sniði. Við höfum þó reynt að hafa stundaskrár allar sem næstar réttu lagi.
Með þessum nokkuð hörðu aðgerðum vonumst við til þess að þurfa ekki að loka öllum skólanum eða stórum hluta ef sýking kemur upp.

Á unglingastigi hefur þetta lítil áhrif á námið annað en að val mun ekki geta farið strax af stað eins og lagt var upp með þar sem kennarar valgreina eru í öðrum sóttvarnarhólfum. Við munum bjóða upp á áhugaverð verkefni í hluta valtíma þar sem hver bekkur vinnur með sínum hópi. Stærðfræðival á unglingastigi mun fara af stað þar sem hver bekkur vinnur sér.
Í öðrum bekkjum verður kennsla líka í föstum skorðum nema að börnin fara ekki í allar þær sérgreinar sem þau sækja venjulega. Þau munu í staðinn verða fleiri tímar í ákveðnum sérgreinum og mun það fara eftir því hvaða sérgreinastofur eru í þeirra sóttvarnarhólfi. Umsjónarkennarar munu láta ykkur fá tímabunda stundatöflu á fyrsta skóladeginum.

Mötuneyti skólans er í sóttvarnarhólfi yngstu nemenda og því munu þau ein fá heitan mat. Öðrum verður boðið að kaupa matarpakka. Í matarpökkum frá Matartímanum hafa verið samlokur eða pastasalat, ávextir eða jógúrt eða skyr og ósykraður drykkur. Hér á heimasíðu skólans efst til hægri undir "Umsókn um skólavist"  er hlekkur þar sem sækja má um mataráskrift. Þegar þið hafið skráð ykkur hafið þið skuldbundið ykkur til áskriftar til mánaðarmóta september - október. Mataráskrift á að segja upp með viku fyrirvara. VINSAMLEGAST SENDIÐ MATARSKRÁNINGU FYRIR FÖSTUDAG.

Við teljum ekki rétt að bjóða foreldrum inn í skólann að sinni en því er mannskapurinn nú orðinn vanur!

Á heimasíður skólans undir umsóknir er hlekkur á skráningarblað fyrir sem ætluð er börnum í fimm ára - 4. bekk. Fimm ára börn eru sjálfskrafa skráð í frístund og því þarf ekki að sækja sérstaklega um hana. Vinsamlegast fyllið hana út ef þið hafið ekki gert það nú þegar FYRIR FÖSTUDAG. Frístund hefst þriðjudaginn 24. ágúst.

Með góðum kveðjum,
Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri.

English

Gleðilegt sumar!

Útskrift 2021Utskrift althj.1

Með þessum myndum af útskriftarhópnum okkar glæsilega viljum við í Landakotsskóla óska öllum okkar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Við hlökkum til að hitta nemendur aftur í haust og byrja nýtt skólaár.

Skólinn er lokaður frá 1.júlí til 6. ágúst vegna sumarfría.

Við opnum aftur 9. ágúst.

Sé erindið mikilvægt þá vinsamlegast sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

The school will be closed for the summer holiday from the 1st of July until the 6th of August. We will reopen on the 9th of August. 

If you need assistance with matters related to the International Department, please contact Laurie Berg at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Katrín Jakobsdóttir heimsækir Scriptorium

Valáfanginn Scriptorium fékk góða heimsókn í síðustu viku frá forsætisráðherra. Hér eru hennar eigin orð um heimsóknina:

4. júní

Dagarnir þróast stundum öðruvísi en ætlunin er. Í dag fór öll tímaáætlun úr skorðum sem endaði með því að það sem átti að vera korters innlit í „skriptoríum“ í Landakotsskóla í hádeginu (þar sem unnið er með einbeitingu og handverk) breyttist í meira en klukkutímaheimsókn í eftirmiðdaginn þar sem Ingibjörg Jóhannsdóttir og hennar fólk kynnti okkur starf skólans. En það var auðvitað miklu skemmtilegra því að það er gott að geta gefið sér tíma til að hlusta og horfa – og einbeita sér. Takk fyrir þessar góðu móttökur!

- Katrín Jakobsdóttir

June 4

Sometimes days don't unfold as planned. Today all schedules went off the rails, leading to what should have been a short, mid-day peek into Landakotsskóli's Scriptorium (where students concentrate on working with the hand) morphed into over an hour's visit in which Ingibjörg Jóhannsdóttir and her team introduced us to the work of the school. That was of course much more interesting, because it's good to give oneself time to listen and watch – and concentrate. Thanks for this lovely reception!

– Katrín Jakobsdóttir

 

Nemendur Scriptorium með Katrínu Jakobsdóttur og Guy, kennara sínum