Framúrskarandi árangur á skákmóti

okt 21 2 forsida
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

Landakotsskóli stóð sig framúrskarandi vel á Reykjavíkurmóti grunnskólasveita sem fram fór í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur 11.-12. október síðastliðinn. Skólinn sendi eitt lið í flokk 4.-7. bekkjar og lenti sveitin í fjórða sæti, steinsnar frá verðlaunasæti. Liðsmenn á miðstigi voru: Jón Louie Freygang Thoroddsen og Helgi Nils Gunnlaugsson 4. bekk, Muhammad Rayan Ijaz Sulehria B-hópi, Vilhjálmur Andri Jóhannsson 6. bekk. Liðsstjóri var Jón Fjölnir Thoroddsen. Sveitin vann þrjár viðureignir, gerði jafntefli í tveimur og tapaði tveimur, og hlaut 17 vinninga, aðeins hálfum vinningi frá þriðja sæti. Sjá nánar um úrslit mótsins á chess-results:  https://chess-results.com/tnr584188.aspx?lan=1 

Í keppni 8.-10. bekkjar sendi skólinn tvö lið, A-sveit og stúlknasveit. A sveitin gerði sér lítið fyrir og vann mótið, með þó nokkrum yfirburðum. Allar viðureignir unnust, heilir 22 vinningar af 24 mögulegum! Sveitin var skipuðum fráfarandi Íslandsmeisturum grunnskólasveita auk varamanna. Á fyrsta borði tefldi Adam Omarsson, á öðru borði Iðunn Helgadóttir, og á þriðja borði tefldi Jósef Omarsson sem fékk að tefla með eldri hópnum. Stefán Borgar Brynjólfsson, Jakob Rafn Löve og Muhammad Sanan Ijaz Sulehria í 10. bekk skiptust á að tefla á 4. borði. Landakotsskóli er því sigurvegari Reykjavíkurmóts grunnskólasveita í 8.-10. bekk 2021! Stúlknasveitin var skipuð þeim Gerðu Bergsdóttur, Ástu Eddu Árnadóttur og Tinnu Sif Þrastardóttur í 8. bekk og fékk sveitin 4 vinninga. Þar sem hún var eina stúlknasveitin í flokknum sigraði skólinn einnig í stúlknaflokki í 8.-10. bekk! Liðsstjóri beggja liða var Gauti Páll Jónsson. Sjá nánar um úrslit mótsins á chess-results: https://chess-results.com/tnr584179.aspx?lan=1 

Sjá einnig frétt Taflfélags Reykjavíkur: https://taflfelag.is/reykjavikurmot-grunnskola-2021-landakot-og-rimaskoli-sigursael/ 

Bláklukka, geðheilsa og Sundhöll! - Myndheimur sex teiknara

Sýning 3 1 Sýning 1 1

Hvernig getur ein mynd á augnabliki útskýrt hversu áttavilt manneskja getur orðið í þessu lífi? Hvernig má í fáum línum gefa innsýn í glímuna við geðið og geðheilsuna?

Í veggspjaldi sem Hugleikur Dagsson gerði fyrir Geðhjálp má sjá eina slíka tilraun; teiknaða tilfinningatjáningu. Veggspjaldið er hluti af sýningu sem nú stendur yfir í Landakotsskóla og samanstendur af verkum sex ólíkra teiknara sem eiga það sameiginlegt að fanga augnablik tilvistar okkar og umhverfis og segja sögu í gegnum merkingarbær smáatriði. Teikningarnar eru af ýmsum toga en listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Halldór Baldursson, Linda Ólafsdóttir, Elísabet Rún, Jón Baldur Hlíðberg, Hugleikur Dagsson og Anna Cinthia Leplar, sem einnig er sýningarstjóri ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur.

Sýningin er sú áttunda í röð skólasýninga sem prýtt hafa skólann á síðustu átta árum. Listaverk á göngum skólans eru liður í því að gera daglegt nám að margþættu og samþættu ferli hugar og handar. Innblástur gestalistaverka verður hvati hugleiðinga og eigin tilrauna undir handleiðslu og í samræðu. Í stað þess að fara á safn og skoða sýningu í eitt skipti, dvelja nemendur með listaverkunum um lengra skeið og fá tækifæri til að skoða og skynja verkin bæði beint og óbeint. Leiðsögn og samræða um sýningarnar er hluti af náminu en líka persónuleg tenging hvers og eins við ólík verk, ólík tjáningarform.

Teikningin er öflugt og margslungið tól. Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í ólík frásagnarform miðilsins sem spannar allt frá vísindalegum nákvæmnisteikningum að endursköpun umhverfis skáldsins og prestsins Hallgríms Péturssonar með viðkomu í gríninu um alvöru lífsins.

Á sýningartímanum munu listamennirnir heimsækja skólann og vinna með ákveðnum nemendahópum. Í gegnum samræðu útskýra þeir vinnubrögð sín og aðferðir, segja frá því hvernig þeir búa til persónur, velja þá tækni eða aðferð sem best hentar og pæla í hlutskipti teiknara og listamanna almennt, hvernig og hvort sé hægt að vinna fyrir sér sem teiknari. Frásögn listamannanna sjálfra og samræða þeirra við nemendurna verður því enn eitt tilefnið til hugleiðinga um mismunandi frásagnarhætti okkar sögulegu tíma.

Sjá nánar um listamenninga hér.

In English                                                                                                                                                                                                           Landakotsskóla, haustjafndægrum 2021.
                                                                                                                                                                                                                          Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri.                                                                       

Bætt umferðaröryggi

Vinsældir rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla í flokki I (vespa) hafa aukist að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Samgöngustofa hefur tekið saman upplýsingar sem við hvetjum foreldra og forráðamenn að skoða vel. 

Rafhlaupahjól:
Upplýsingasíða um rafhlaupahjól: www.samgongustofa.is/rafhlaupahjol 
Fræðslumyndband um rafhlaupahjól á íslensku, með enskum texta og með pólskum texta.

Einblöðungar til útprentunar á íslensku, ensku og pólsku.
Myndband: https://fb.watch/5QIvTf9yOs/

Létt bifhjól í flokki I (vespur):
Upplýsingasíða um létt bifhjól í flokki I: www.samgongustofa.is/lettbifhjol
Fræðslumyndband um létt bifhjól í flokki I á íslensku, með enskum texta og með pólskum texta.
Einblöðungar til útprentunar á íslensku, ensku og pólsku.

Myndband: https://fb.watch/5QIA7RiuYY/

Upplýsingarnar koma frá Samgöngustofu.