Leikrit í 3.bekk

29.maí 2018

Í dag buðu nemendur í 3.bekk samnemendum sínum úr 5 ára og 4.bekk að koma á sal og horfa á lokaæfingu á leikriti sem þau sömdu í tónmennt í vetur. Leikritið, sem fjallar um tröll og nemendur, var stórskemmtilegt og gleðin skein úr andlitum áhorfenda. Hér má sjá fleiri myndir frá sýningunni.

Skákmót Landakotsskóla 2018

28. maí 2018

Þann 27. apríl síðastliðinn var árlegt skákmót skólans haldið. Í ár tóku 56 nemendur þátt í mótinu. Þann 23. maí sl. var svo verðlaunaafhending á sal skólans. Á myndunum má sjá vinningshafana, en þar vantar þó Styrmi Viggósson úr 4.bekk. Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með þátttökuna og þykir okkur magnað að finna þennan mikla skákáhuga hjá nemendum skólans.

Vinningshafar yfir allan skólann:

1. Kári

2. Tristan

3. Shintaro

Vinningshafar árganga:

1.b.  Kormákur

2.b.  Leon

3.b.  Matthías Björgvin

4.b.  Styrmir

5.b.  Iðunn

6.b.  Krummi

7.b.  Tristan

8.b.  Kirill

10.b. Kári

Sérstök verðlaun fékk Tinna Sif í 4.bekk.

 

Píanótónleikar á sal

22.maí 2018

Síðastliðinn föstudag héldu 4.bekkjar útskriftarnemendur Laufeyjar Kristinsdóttur píanókennara tónleika á sal fyrir 5 ára-3.bekk. Nemendur Laufeyjar úr 3.bekk spiluðu einnig með í nokkrum lögum. Tókst þetta sérlega vel og gaman að hlusta á þessa hæfileikaríku krakka. Hér má sjá fleiri myndir frá tónleikunum.