Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í Landakotsskóla dagana 17.-21. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október.

Bekkjarkvöld hjá 5 ára nemendum

Vel heppnað bekkjarkvöld var haldið í 5 ára bekk þar sem foreldrar og börn skemmtu sér saman við að spila og syngja. Ekki spilltu heldur fyrir dýrindis veisluföng sem foreldrarnir áttu heiðurinn af.

Samsöngur

Nemendur í 5 ára, 1. og 2. bekk sungu saman fyrir nokkru í matsalnum, þau sungu fallega og sýndu mikinn áhuga. Þetta var svo gaman að ætlunin er að hittast oftar í samsöng.