Þemadagar

Undanfarna viku hafa staðið yfir þemadagar í 4. og 6. bekk. 4. bekkur hefur verið í hreyfimyndagerð undir stjórn Ragnheiðar Gestsdóttur og 6. bekkur hefur verið í Biophilia verkefni undir stjórn tónlistarmannsins Curver.

Skemmtilegur dagur í Kátakoti

Á föstudaginn voru foreldraviðtöl. Við í Kátakoti vorum með dagskrá allan daginn í staðinn fyrir hefðbundinn skóladag. Við gerðum okkur margt skemmtulegt til dundurs, meðal annars að fara og gefa öndunum brauð, labba yfir tjörnina (leika á svellinu) og skoða stóra Ísland í ráðhúsinu.