Þrír nemendur fengu Íslenskuverðlaun unga fólksins

agustanjaragnheidur

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2021 voru afhent í Hörpu mánudaginn 21. febrúar. Sérhver grunnskóli tilnefnir nemendur til verðlaunanna, þrír nemendur frá Landakotsskóla fengu verðlaun: Ágúst Minelga Ágústsson 10. bekk, Anya Sara Ratanpal 7. bekk og Ragnheiður Hafstein 3. bekk.

Í tilnefningu Ágústar til verðlaunanna segir: Fyrir miklar framfarir í íslensku og afar góðan lesskilning á þungum texta, til dæmis Gísla sögu Súrssonar. 

Í tilnefningu Önju til verðlaunanna segir: Fyrir góðan skilning á íslensku sem kemur fram í tilfinningu hennar fyrir flóknum hugtökum í ýmsum námsgreinum. 

Í tilnefningu Ragnheiðar til verðlaunanna segir: Fyrir að hafa náð að tileinka sér ólíka nálgun í textaskrifum og hafa ótrúlega gott vald á tungumálinu þrátt fyrir ungan aldur. 

Allir 67 verðlaunahafarnir fengu viðurkenningarskjal og bókina Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt Böðvars Guðmundssonar.

Afhending verðlaunanna er venjulega á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember en fór að þessu sinni fram á Alþjóða­degi móður­málsins 2022 þar sem fresta þurfti henni vegna heimsfaraldurs.

Við óskum Ágústi, Öngju og Ragnheiði innilega til hamingju með verðlaunin.

Besta hönnunarverkefnið í keppninni First Lego League 2021

thumbnail lego

Lið Landakotsskóla, Bananarnir, bar sigur úr býtum með besta hönnunarverkefnið í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League Ísland 2021. Í liðinu voru níu nemendur úr 7. bekk og fjallaði verkefnið um flutning á banönum og öðrum forgengilegum ávöxtum.

Keppt var í fjórum flokkum: forritun og hönnun, nýsköpunarverkefni, liðsheild og vélmennakappleik.

Við óskum nemendum og umsjónarmanni, Sinead Aine McCarron til hamingju með þennan frábæra árangur.

Þema hvers árs er byggt á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og varð þema ársins 2021 vöruflutningar (e. Cargo Connect) sem tengist Heimsmarkmiði nr. 9: Nýsköpun og uppbygging.

First Lego League 2021 var haldin rafrænt. Hlekkur á útsendinguna: https://livestream.com/hi/legokeppnin2022

 

Þorrinn boðinn velkominn!

thmatur LKS3   upphlLKS3

Í dag 21. janúar er fyrsti dagur þorra. Sá dagur er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Þorri var fjórði mánuður vetrar í forníslensku tímatali og hófst á föstudegi, við upphaf hans taldist veturinn hálfnaður. Við fögnum komu þorrans á föstudegi vikuna 19.-25. janúar.

Í Landakotsskóla héldum við upp á daginn með þorramat sem hefð er fyrir að bera fram á þorra og sumir komu í þjóðlegum búningum s.s. upphlut, lopapeysum og öðrum flíkum úr lopa.