Unesco skólaviðburður

26.október 2018

Við fögnuðum Degi Sameinuðu þjóðanna þann 24. október með UNESCO skólaviðburði þar sem nemendur okkar og nemendur í Salaskóla lærðu um Heimsmarkmiðin. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Félags Sameinuðu þjóðanna hvatti ungmennin til að standa vörð um þessi markmlið. Þá veitti Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra þeim fjórum skólum á Íslandi sem fyrstir taka þátt í skólaneti UNESCO viðurkenningu. Og við erum einn af þeim! Til hamingju Landakotsskóli!
Auk Landakotsskóla eru það Salaskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn. 
Þetta er spennandi verkefni sem við erum stolt af og ætlum að standa okkur vel í að sinna því.

Við hvetjum alla til að kynna sér heimsmarkmiðin hér https://www.un.is/heimsmarkmidin/

Hér má sjá fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.

Þórsmerkurferð

17.október 2018

Í síðustu viku héldu nemendur úr valáfanganum útivist og hreyfing í Þórsmörk ásamt fylgdarmönnum. Nutu þau veðurblíðu í fallegu umhverfi eins og sjá má af þessum fallegu myndum.

Glymur

5.október 2018

Þann 21. september síðastliðinn héldu 7 nemendur og 2 kennarar í göngu upp að Glymi, sem er 200m hár foss í Hvalfirði. Nemendurnir 7 eru á unglingastigi og var ferðin hluti af valgrein á unglingastigi sem snýr að útivist og hreyfingu. Hér má sjá fleiri myndir úr þessari frábæru ferð.