Landafræði í 7. bekk

7. bekkur er að læra um Austur-Evrópu í landafræði. Af því tilefni komu Alexandra og Kata í 9. bekk, sem báðar eru frá Rússlandi og sögðu frá landi sínu í mjög fróðlegu erindi.

Gestur í Landakotsskóla

Næstu þrjár vikur verður ung stúlka frá Frakklandi, Coraline, í heimsókn hjá okkur í Landakotsskóla. Coraline er nemandi við Maison Familiale Rurale í La Tour d'Aiguës í Suður-Frakklandi og dvöl hennar er hluti af námi hennar við skólann þar.