Útikennsla

Nemendur í 2.bekk nýttu góða veðrið á dögunum vel og skelltu sér út í litlagarð. Nemendur fóru út með stílabókina sína og gerðu ritunarverkefni. Verkefnið var á þá vegu að þau áttu að rita allt sem þau sáu á milli himins og jarðar.

Kennaranemar í 4. bekk

Þetta verkefni vann 4.bekkur eftir söguaðferðinni undir stjórn kennaranema úr H.Í. 

4.b-copy

 

Þjóðsöngur Lundardals:

Lundardalur, Lundardalur. 

Undradalur, unaðslegur er. 

Nóg af skemmtilegum hlutum til að gera.

Dagurinn alltaf frábær er. 

Allir kátir eru í lundardal.

Reyndu bara að toppa þennan dal. 

Dalurinn bestur er. 

Alltaf skín þar sólin inn.

Líst þér þá vel á þennan dal. 

Undradalur Lundardalur er. 

Reyndu NÚNA! að toppa þennan dal. 

Höfundar: Hekla Júlía og Kristófer Ingi

 

Öskudagur

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og gerðu nemendur ýmislegt sér til skemmtunar. Eins og sjá má í myndasafni mættu nemendur og kennarar í allskonar búningum.