Sól og sumar

Börn og fullorðnir gleðjast yfir sólinni og hafa nemendur Landakotsskóla nýtt góða veðrið vel undanfarið. Hefur bæði verið leikið og lært úti í sólinni eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

sol2

solbad

Samfélagsverðlaunin 2014

Forseti Íslands afhendir ár hvert viðurkenningar fyrir Samfélagsverðlaunin 2014 en það er Fréttablaðið sem stendur fyrir þessum verðlaunum og eru þau veitt í 6 flokkum og geta allir sent inn tilnefningar.  Gunnar Vignir Guðmundsson sundkennarinn okkar var tilnefndur í flokknum frá kynslóð til kynslóðar. Tilnefningin kom frá sundlaugargestum Vestubæjarsundlaugar og foreldrum barna sem Gunnar hefur kennt í gegnum árin. Við óskum Gunnari til hamingju með tilnefninguna, hann er vel að henni kominn.

Gunnar