Skólasetning

Skólasetning verður í sal skólans föstudaginn 22. ágúst. Nemendur og foreldrar munu þá hitta umsjónarkennara bekkjanna og aðra kennara sem koma að kennslu nemenda. Hver bekkur mun hittast sem hér segir:

      1.       bekkur – kl. 8:30. Umsjónarkennari Anna Ágústsdóttir.

5 ára bekkur- kl. 9:00. Umsjónarkennari Margrét Sigurðardóttir.

2.       bekkur – kl. 9:30. Umsjónarkennari Anna Sveinsdóttir.

3.       bekkur – kl. 10:00. Umsjónarkennari Ólafía María Gunnarsdóttir.

4.       bekkur – kl. 10:30. Umsjónarkennari Hafdís Harðardóttir.

5.       bekkur – kl. 11:00. Umsjónarkennari. Anna Katrín Þorvaldsdóttir.

6.       bekkur – kl. 11:30. Umsjónarkennari Ylfa Björg Jóhannesdóttir.

7.       bekkur – kl. 12:00. Umsjónarkennari Guðbjörg Magnúsdóttir.

8.    og 9. bekkur – kl. 12:30. Umsjónarkennari Helga Birna Björnsdóttir og Atli Kristinsson. Atli tekur á móti hópnum.

10.    bekkur  kl. 13. Umsjónarkennari Sigríður Hjálmarsdóttir.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Starfsfólk Landakotsskóla.

Leikhús barnanna

Að læra með því að leika. Leiklistarnámskeiðið í samvinnu við Melaskóla og Landakotsskóla.

1. Leiksýningar leiknar af börnum fyrir börn.

2. Stjórnað af atvinnufólki í faginu.

3. Einkunnarorð: Sjálfsagi, samvinna, einbeiting og sköpunargleði.

Vorsýning barnanna var Gullna hliðið í styttri leikgerð eftir Ingu Bjarnason sem sýnt var í Iðnó í leikstjórn Ingu Bjarnason og Virginia Gillard. Þannig lauk fjórða vetri Leikhúsi barnanna en við frumsýnum tvær sýningar á ári. Aðra fyrir jól en hina að vori.

leikhus2

leik1

Skólaferðalag 9. bekkjar í Bláa lónið

Undanfarna daga hafa nemendur verið á faraldsfæti. 9. bekkur fór með umsjónarkennara sínum á Reykjanesið og var meðal annars stoppað í Bláa lóninu. Myndir frá ferðinni má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.