Tékklisti fyrir frímínútur

Tékklisti fyrir frímínútur.

Litlu skott, leiksvæði vestanmegin við skólann:

 • Vera í gulum vestum.
 • Aðstoða börn ef þarf við að komast inn í leikinn.
 • Skipta á milli þeim börnum sem sérlega þarf að huga að.
 • Athuga skiptingu á fótboltavelli samkvæmt lista sem hangir uppi við útidyrnar.
 • Fara með leikföng út (bolta, sippibönd, snúsnúbönd, fötur og skóflur, stultur) og eftir
 • hádegi taka inn.
 • Muna að vera ekki í símanum.
 • Í lok frímínútna ganga um svæðið og safna saman hlutum (föt .. osfrv.) sem börnin
 • kunna að hafa skilið eftir.

Stóru skott, leiksvæði austan við skólann og Landakotstún:

 • Vera í gulum vestum.
 • Starfsmenn skipta svæðum á milli sín.
 • Aðstoða börn við að komast inn í leik ef þarf og fylgjast með þeim sem sérstaka hjálp
 • þurfa.
 • Passa að boltum sé skilað inn í stofur – hver bekkur er með sinn bolta.
 • Skoða skiptingu á körfuboltavelli og fótboltavelli ef þarf.
 • Minna börn á að fara ekki út af lóð.
 • Passa að nemendur séu ekki í fótbolta fyrir framan gömlu byggingu skólans.
 • Hringja inn handvirkt úr hádegi, kl. 12:25 inn í mat.
 • Muna að vera ekki í símanum.
 • Í lok frímínútna ganga um svæðið og safna saman hlutum (föt .. osfrv.) sem börnin
 • kunna að hafa skilið eftir.

Inni vakt:

 • Vera í gulum vestum.
 • Innisvæði er skipt í tvennt, yngri og eldri nemendur, einn á vakt á hvoru svæði.
 • Muna að fara niður í kjallara Túngötumegin.
 • Senda innipúkana út.
 • Minna á að hlaupa ekki á göngum og vera ekki inni á skónum.
 • Minna á að ganga vel frá yfirhöfnum og raða skóm þegar börn koma inn.
 • Líta inn í matsal til unglinga í hádeginu.
 • Seinni tuttugu mín. Inn í matsal.
 • Muna að vera ekki í símanum.

Matsalur:

 • Passa að umsjónarmenn gangi frá, þurrki af borði og sópi það mesta af gólfi.
 • Hjálpa börnum að skammta sér.
 • Hjálpa börnum að ganga rétt frá matarafgöngum og amboðum.
 • Sjá til þess að börnin fari út (litlu) eða í tíma (stóru).
 • Muna að vera ekki í símanum.
 • Viðurlög við brotum á skólareglum
 • Áminning og viðvörun er veitt þegar efni eru til þess og foreldrum gert viðvart.
 • Sérgreinakennarar taka á málum í samráði við umsjónarkennara og foreldra.
 • Hið sama gildir um aðra starfsmenn sem nemandi kann að brjóta á.
 • Dugi þetta ekki til koma mál til skólastjóra sem tekur á málum í samráði við
 • umsjónarkennara og foreldra.
 • Nemendaverndarráð fundar aðra hverja viku og agamál eru á dagskrá þess. Þar situr
 • skólastjóri ásamt deildarstjóra stoðþjónustu, námsráðsgjafa, hjúkrunarfræðingi og
 • fulltrúa þjónustumiðstöðvar.
 • Ef foreldrar eru ósáttir við málsmeðferð geta þeir skotið máli sínu til skólanefndar
 • sem fer með æðsta vald í málum skólans.
 • Ef nemanda er vísað úr kennslustund vegna ótilhlýðilegrar hegðunar skal
 • undantekningarlaust farið með hann til skólastjóra sem fær honum önnur verkefni.
 • Ef brot er alvarlegt kann að koma til brottvísunar um skeið, ýmist úr einstakri grein
 • eða skólanum og skal þá fundin viðeigandi lausn mála á meðan brottvísun varir.
 • Alvarleg agabrotamál eru jafnan rædd í nemendaverndarráði og ef ástæða þykir til
 • er leitað aðstoðar hjá sérfræðingum á þjónustumiðstöð.