Samstarf við skóla í Kaupmannahöfn

Landakotsskóli og Ingrid Jespersen Gymnasieskole í miðborg Kaupmannahafnar hafa gert með sér samkomulag um samvinnu, m.a. nemenda- og kennaraskipti.

Þetta er glæsilegur og metnaðarfullur skóli og hafa nemendur í 7. og 8. bekk verið í samskiptum við nemendur bréflega og er heimsókn til skólans á dagskrá á vormánuðum.

Heimasíða danska skólans er www.ijg.dk.