Óveður

Viðbrögð foreldra við óveðri                                                                  Distribution Of school operations and after-school programs       

 

Í upphafi árs 2019 varð breyting á upplýsingum til foreldra vegna röskunar á skólastarfi vegna veðurs. Uppfærðar upplýsingar er að finna á vefsíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins http://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/ en þar stendur m.a.: 

Tilmæli um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld. 

Ábyrgð foreldra / forráðamanna
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir hverfum og svæðum.