Móttökuáætlun nýrra nemenda

-- Móttökuáætlun nýrra nemenda til útprentunar
-- Reception plan for new students for printout

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að skólum beri að hafa móttökuáætlun vegna nýrra nemenda.

Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga:

 • Skólastjórnendur sjá um í samráði við húsvörð að húsgögn séu til staðar fyrir nemandann.
 • Umsjónarkennari lætur annað starfsfólk vita af nýjum nemanda.
 • Umsjónarkennari sér til þess að nemandinn sé skipaður í viðeigandi hópa innan bekkjarins.
 • Umsjónarkennari aflar upplýsinga frá foreldrum um nemandann almennt, námsgengi (kallar m.a. eftir greiningargögnum og öðrum athugunum) félagslega stöðu, skólagöngu hingað til, heilsufar, trúarbrögð, tengsl við aðra nemendur í skólanum.
 • Ef nemandi þarf á sérúrræði að halda er deildarstjóri stoðþjónustu látinn vita. Hann hefur samband við skólann sem nemandinn er að koma úr að fengnu samþykki foreldra og fær áframsend gögn. Einnig hugar hann að því hvort skilafundur sé nauðsynlegur og tímasetur hann. Þá kemur hann upplýsingum til umsjónarkennara og annarra starfsmanna.
 • Ef eitthvað er athugavert við heilsu nemandans skal umsjónarkennari benda foreldrum á að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing og skal umsjónarkennari fylgjast með því að upplýsingar komist til skila.
 • Skólahjúkrunarfræðingur er látinn vita (af umsjónarkennara) af nýjum nemanda svo hann geti kallað eftir gögnum. Skólahjúkrunarfræðingur kemur heilsufarsupplýsingum til umsjónarkennara og sérkennara ef þörf er á.
 • Umsjónarkennari lætur bekkjarfulltrúa fá upplýsingar um að nýir samstarfsforeldrar hafi bæst í hópinn.
 • Í lok fyrsta skóladags eða við fyrsta tækifæri á umsjónarkennari að ræða við nýja nemandann og svara spurningum hans ef einhverjar eru.
 • Umsjónarkennari ræðir við nemandann og hefur samband heim til hans eftir eina til tvær vikur, ef foreldrar hafa ekki þegar haft samband, til að ræða líðan nemandans og upplifun hans og foreldra af skólanum.
 • Námsráðgjafi boðar nemanda til viðtals fljótlega eftir að nemandi hefur nám við skólann

Undirbúningur viðtals

 • Umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær

móttökuviðtal fer fram.

 • Umsjónarkennari undirbýr nemendur fyrir komu nýs nemanda.
 • Valinn er móttökustjóri úr hópi nemenda bekkjarins til að sinna nýja nemandanum í 5 daga. Hann hjálpar nýja nemandanum að rata um skólann og kynnir fyrir honum reglur skólans og venjur.

Móttökuviðtal

 • Móttökuviðtalið sitja foreldrar, nemandi, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji viðtalið.

Eftirfarandi þættir eru útskýrðir fyrir foreldrum og nemandanum í móttökuviðtalinu:

 • Stundatafla og hópaskiptingar afhent.
 • Foreldrar og nemandi fá aðgang að Mentor.
 • Íþróttir og sund. Staðsetning, fatnaður, reglur varðandi sturtu.
 • Skóladagatal. Farið yfir þá daga sem ekki eru hefðbundnir skóladagar.
 • Símanúmer skólans, heimasíða, netföng og viðtalstímar.
 • Skólareglur og mætingaskylda og beiðnir um leyfi.
 • Mötuneyti og nestismál kynnt foreldrum.
 • Frístund kynnt ef um nemanda í 1. – 4. bekk er að að ræða.
 • Hvert á að snúa sér ef nemanda líður illa í skólanum.
 • Hlutverk foreldra hvað snertir heimanám og samstarf heimilis og skóla.
 • Farin kynnisferð um skólann.

5 ára bekkur

Í Landakotsskóla er fimm ára bekkur og er tilvonandi nemendum boðið í skólann á vormisseri, áður en nemendur hefja nám.

Nemendur með sérþarfir
Auk hefðbundinnar móttöku nýnema gildir áætlun nemenda með sérþarfir þegar það á við (heildaráætlun: https://landakotsskoli.is/images/Heildar%C3%A1%C3%A6tlun.pdf). Hefur þá deildarstjóri stuðningsþjónustu samband við leikskóla þann sem viðkomandi nemandi stundar nám í.

Fjöltyngdir nemendur
Í grunnskólalögum (16.gr.) er kveðið á um að skólar skuli taka á móti nemendum sem eru að hefja nám sitt hér á landi samkvæmt móttökuáætlun skóla eða sveitarfélags. Móttökuáætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum. Tryggja skal að þessir nemendur og foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýsingum um grunnskólastarf. Foreldrum skulu á þeim tímamótum veittar upplýsingar um skólagöngu barnsins og skólastarfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku greint frá rétti þeirra til túlkaþjónustu.

Móttökuáætlun – fjöltyngdir nemendur

 1. Foreldrar/forráðamenn fá úthlutað tíma fyrir móttökuviðtal. Sá sem bókar tímann skráir nafn nemandans, fæðingarár, þjóðerni, tungumál og símanúmer foreldra og kannar hvort þörf er á túlkaþjónustu.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að hafa með sér upplýsingar um fyrri skólagöngu nemandans svo sem einkunnir, greiningar, heilbrigðisvottorð og bólusetningarvottorð.

 • Ákveðið er hverjir sitji móttökuviðtalið (nemandi, foreldrar/forráðamenn, umsjónarkennari, skólastjóri…) og hver verkaskipting þeirra á að vera og panta túlk ef þörf er á.
 • Markmið viðtalsins er tvíþætt, að afla upplýsinga um nemandann (eyðublað sem fyllt er út í viðtali: https://reykjavik.is/ordalistar-eydublod-og-fleira-hagnytt) og að veita upplýsingar um skólann.

Þær upplýsingar sem fram þurfa að koma eru m.a. stundaskrá nemandans, hvað hann á að hafa með í skólann, hvað foreldrar/forráðamenn þurfa að útvega s.s. skólatösku, íþróttaföt o.s.frv. um nesti og hádegismat. Kynna þarf starf frístund og foreldrafélag.

Veita skal foreldrum/forráðamönnum upplýsingar um starfshætti skólans, skólareglur og hefðir, skóladagatal, næringu og heilsu, samstarf skóla og skólaforeldra, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og annað íþrótta- og æskulýðsstarf í hverfinu. Einnig er mikilvægt að upplýsa foreldra/forráðamenn um ábyrgð og skyldur foreldra í íslensku skólakerfi enda getur það verið gerólíkt því sem foreldrarnir/forráðamenn hafa vanist (sjá bæklinginn Við og börnin okkar). Loks skal upplýsa foreldra/forráðamenn um viðbrögð við óveðri.

Mikilvægt er að kynna foreldrum Mentor og aðstoða við skráningu.

Foreldrar/forráðamenn fá bæklinginn „Fyrstu skrefin“. Í bæklingnum er fjallað um helstu atriði sem fólk þarf að vita við flutning til Íslands. Bæklingurinn er gefinn út í 12 mismunandi útgáfum á  níu tungumálum eða á ensku, spænsku, pólsku, lettnesku, litháísku og rússnesku fyrir ríkisborgara frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins og á ensku, spænsku, rússnesku, taílensku, víetnömsku og arabísku fyrir ríkisborgara utan Evrópska efnahagssvæðisins:
Bæklingurinn fyrir ríkisborgara innan EES

Bæklingurinn fyrir ríkisborgara utan EES

Áður en viðtalinum lýkur er fjölskyldunni fylgt um skólann og ákveðið hvenær nemandinn á að byrja í skólanum.

Skólinn og foreldrar þurfa að gera samkomulag um væntanlegt samskiptaform þar sem rætt er hvernig foreldrar og starfsfólk álíta heppilegast að eiga samskipti þ.e. tölvupóstur, símtöl, fundir eða annað.

Undirbúa þarf vel komu nýja nemandans í skólann. Félagsleg aðlögun skiptir sköpum varðandi líðan og nám nemandans. Hvetja þarf alla starfsmenn skólans til að hafa sérstakt auga með nýja nemandanum t.d. í frímínútum og íþróttum og styðja hann eftir þörfum. Jafnframt þarf að leita leiða til að foreldrar tengist foreldrasamstarfinu.

Umsjónarkennari ber ábyrgð á því að aðrir kennarar og starfsmenn sem vinna í skólanum með nýja nemandanum fái að vita um komu nýja nemandans. Sérstaklega er mikilvægt að íþrótta- og sundkennarar fái upplýsingar um hann.

Áður en nemandinn byrjar í skólanum þarf að undirbúa bekkinn fyrir komu hans t.d. með því að ræða um heimaland hans. Leggja skal áherslu á að nemendur tali frekar íslensku en ensku við nemandann. Umsjónarkennari velur tvo nemendur úr bekknum til að aðstoða nýja nemandann eftir þörfum fyrstu dagana eða þá að hann skipar hvern nemenda í ákveðið hlutverk gagnvart nýja nemandanum s.s. eins og að sýna honum skólann, leikvöllinn, fara með honum í matartíma o.fl. Nemendur gætu þá verið með litla bók þar sem þeir skrifa íslensku orðin yfir það sem verið er að sýna nýja nemandanum og nýji nemandinn skrifar í bókina sömu orð á sínu móðurmáli. Slík jafningjafræðsla felur í sér tækifæri til gagnvirkra samskipta á milli nýja nemandans og þeirra sem fyrir eru.

Hér fyrir neðan eru tenglar á efni á ýmsum tungumálum:

Mikilvægt efni til ljósritunar fyrir foreldra:
Skilaboð frá skóla: https://reykjavik.is/skilabod-fra-skola-0
Orðalistar, innritunarblöð: https://reykjavik.is/ordalistar-eydublod-og-fleira-hagnytt

Vefur á nokkrum tungumálum til að auðvelda samskipti: http://tungumalatorg.is/velkomin/

Klæðið börnin vel þegar kalt er í veðri, upplýsingar á 15 tungumálum: http://morsmal.no/no/6723-kle-barna-riktig-i-vinterkulda-na-ogsa-pa-islandsk-og-tigrinja

Röskun á skólastarfi: http://shs.is/wp-content/uploads/2017/01/roskun-a-skolastarfi-english.pdf

Upplýsingavefur á mörgum tungumálum um grunnskóla: https://reykjavik.is/info-about-compulsory-school-various-languages

Aðalnámskrá á ensku: https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/namskrar/

Nánari upplýsingar um móttöku nemenda með íslensku sem annað mál: http://reykjavik.is/mottokuaaetlun-vegna-barna-med-islensku-sem-annad-tungumal#mottaka

Túlkaþjónusta
Nemendum af erlendum uppruna og foreldrum þeirra stendur til boða að nýta þjónustu túlks í viðtölum við starfsmenn skólans. Óskir um túlkaþjónustu þurfa að berast til umsjónarkennara og deildarstjóra.