Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun

Lagalegar skyldur
Samkvæmt 5. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna ber öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.  Skal þar m.a. sérstaklega kveðið á um markmið og gerð áætlunar um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 6.–14. gr. Sem menntastofnunum ber skólum, óháð starfsmannafjölda, að uppfylla 14. og 15. gr. laganna gagnvart nemendum sem og bann við mismunun í skólum og á uppeldisstofnunum sem talað er um í 10. gr laga nr. 85/2018

Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti.

Markmið jafnréttismenntunar í grunnskóla er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Í skólastarfi skulu allir taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis. Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra. 

Jafnréttismenntun vísar í senn til inntaks kennslu, námsaðferða og námsumhverfis. Jafnrétti er regnhlífarhugtak sem nær til margra þátta. Hér á eftir er upptalning nokkurra þeirra í stafrófsröð: Aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni, þjóðerni. Á öllum skólastigum á að fara fram menntun til jafnréttis þar sem fjallað er um hvernig ofangreindir þættir geta skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks.

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal á frístundaheimilum og í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Nemendur skulu hljóta jafnréttis- og kynjafræðslu við hæfi þar sem m.a. er kennt um kynjaðar staðalímyndir, kynbundið náms- og starfsval og málefni fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Öll kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu nemendur hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf, óháð kyni.

Jafnframt er mikilvægt að draga fram að ýmsir búa við margþætta mismunun þegar fleiri slíkir þættir tvinnast saman, t.d. kyn og fötlun, kynhneigð og þjóðerni, aldur og búseta. Í þessu skyni er eðlilegt að nýta sér í skólastarfinu þekkingu sem nýjar fræðigreinar, s.s. kynjafræði, hinseginfræði, fjölmenningarfræði og fötlunarfræði, hafa vakið athygli á. 

Undir jafnréttismenntun fellur m.a. nám um kyn og kynhneigð. Með grunnþættinum jafnrétti er einnig lögð áhersla á að fram fari nám um menningu, þjóðerni, tungumál, trúarbrögð og lífsskoðanir. Eitt af viðfangsefnunum er þróun Íslands sem fjölmenningarsamfélags. Með jafnrétti er einnig lögð áhersla á félagslegan skilning á því hvað felst í fötlun. Áskoranir fólks með fötlun eiga ekki síður rætur í umhverfinu en í skerðingu einstaklings. Leggja skal áherslu á skóla án aðgreiningar í öllu skólastarfinu. 

Mikilvægt er að skapa meðvitund um mismunandi félagsstöðu og vægi ungra og aldraðra til samanburðar við þá sem eru nær miðjum aldri. Nota má staðalmyndir, einkenni og sögulega þróun mismunandi aldursskeiða, þ.e. barnæsku, unglingsára, fullorðinsára og elliára og ólíka merkingu þessara aldursskeiða á mismunandi tímum og í ólíkum menningarheimum. Einnig má skoða ólíkt aðgengi að samfélagslegum gæðum eftir stétt, búsetu og fjárráðum. Skoða má áhrif stéttar og búsetu á heilsu, náms- og atvinnumöguleika og aðgengi að valdastöðum í samfélaginu (úr Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta 2011, greinasviði 2013, bls. 21).

Jafnlaunavottun

Sérstök athygli er vakin á því að í byrjun árs 2018 tóku gildi lög nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Breytingin á við um 19. gr. laganna sem fjallar um launajafnrétti. 

„Fyrirtæki eða stofnun þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skal öðlast vottun, sbr. 10. tölul. 2. gr., að undangenginni úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem staðfestir að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85, sbr. 1. gr. c staðalsins.“ 

Meginbreytingin er sú að nú er fyrirtækjum og stofnunum gert skylt að sýna fram á að þau greiði jöfn laun fyrir sömu og jafn verðmæt störf, með vottun frá löggiltum vottunaraðila. Vottunina skal endurnýja á þriggja ára fresti. 

Áður en vinna við vottunina hefst þurfa stjórnendur að marka stefnu í jafnlaunamálum og framkvæma a.m.k. eina launagreiningu til að kanna hvort kynbundinn launamunur sé til staðar. Hafa þarf í huga að lögin krefjast þess ekki aðeins að greidd séu jöfn laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, heldur er talað um sömu kjör. 

Jafn verðmæt og sambærileg störf geta virst ólík við fyrstu sýn og því er mikilvægt að skoða vel öll störfin á vinnustaðnum. Viðmiðin sem lögð eru til grundvallar launa ákvörðunum eiga að byggja á þeim kröfum sem gerðar eru til starfanna. Störfin skal síðan flokka á grundvelli viðmiðana þannig að saman flokkist sömu eða jafn verðmæt störf.

Samþykkt aðgerðabundin jafnréttisáætlun á grundvelli 5. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er ein forsenda þess að fyrirtæki eða stofnun fái jafnlaunavottun.

Jafnlaunamarkmið - Áætlun

Í samræmi við lög nr. 150/2020 mun skólinn ljúka jafnlaunavottun fyrir lok árs 2022 sem staðfestir að jafnlaunakerfi skólans og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðals ÍST 85.

Markmið 

Aðgerð 

Ábyrgð 

Tímarammi 

Jafnlaunavottun lokið og viðhaldið skv. lögum. 

Fylgja ferli vottunaraðila og ÍST 85. 

Verkefnastjóri 2  

Lok árs 2022 auk endurvottunar skv. kröfum laga. 

Að öll, óháð kyni fái greidd sömu laun og 

njóti sömu kjara fyrir sambærileg og jafnverðmætt störf. 

Greining er gerð á launum og fríðindum starfsmanna til að greina hvort um óútskýrðan kynbundinn launamun sé að ræða. Laun skulu leiðrétt ef óútskýranlegur kynbundinn launamunur  kemur fram 

Verkefnastjóri 2 

Lokið í júní ár hvert. 

Laus störf, starfsþjálfun, sí- og endurmenntun  

Við ráðningu nýrra starfsmanna skal gæta þess að umsóknir séu opnar jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá, sbr. þó 2. mgr. 16. gr. Ekki skal mismuna starfsmönnum eftir kyni hvað varðar möguleika til sí- og endurmenntunar og starfsþjálfunar. Tryggja skal að allir starfsmenn óháð kyni geti sótt námskeið sem haldin eru sérstaklega til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. Gæta skal jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsmanna í starfshópum og nefndum. 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Jafna skal hlutfall kynja í störfum.

Gæta að orðlagi starfsauglýsinga og þegar ráðið er í störf og valið stendur á milli jafn hæfra umsækjenda skal ráða þann sem er af því kyni sem er í minnihluta.

Skólastjóri.

Þegar starf losnar.

Jafna skal hlutfall kynja í störfum.

Taka saman

kynjahlutföll í öllum starfshópum.

Verkefnastjóri 2.

Lokið í júní ár hvert.

Tryggja að kynin njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar sem er á vegum skólans

Greina skal árlega sókn kynja í sambærilegum störfum í endurmenntun og  starfsþjálfun með það

að leiðarljósi að tryggja að mismunun eigi sér ekki stað.

Verkefnastjóri 2.

Lokið í júní ár hvert

Starfshópar og nefndir skulu vera mannaðar jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá, sbr. þó 2. mgr. 16. gr.

Greina skal árlega samsetningu á starfshópum og nefndum með tilliti til hlutfalls kynja.   Ef um ójafna samsetningu er að ræða skal bæta úr því.

Verkefnastjóri 2.

Endurskoða við skipan nýs hóps eða nefndar eftir verkefnum.

 Tilvísanir

Skjöl

Skrár

Jafnréttisáætlun sem er hluti starfsáætlunar skólans ár hvert.

 

Jafnréttisáætlun Landakotsskóla 

Skólastjórnendur bera ábyrgð á því að jafnréttisstefnunni sé framfylgt og að hún sé kynnt fyrir öllum sem að skólastarfinu koma. Starfsemi skólans skal taka mið af áætluninni, hvort sem um er að ræða nám og kennslu, stefnumótun, stjórnun, ákvarðanir eða áætlanir. 

Jafnréttisáætlanir og jafnréttissjónarmið skal endurskoða á þriggja ára fresti.

Jafnréttisáætlun Landakotsskóla er tvíþætt og tekur annars vegar til starfsmanna (í 6.–14. gr. og hins vegar til nemenda (14. og 15. gr.)

Skólinn skuldbindur sig til að gera úrbætur ef frávik koma upp við greiningu launa. Nánar er fjallað um þennan málaflokk í jafnlaunastefnu skólans sem er skjal í stjórnkerfi jafnlaunamála (v. jafnlaunavottunar) og er hluti af jafnréttisáætlun þessari.

13. gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs 

„Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, óháð kyni. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsfólks og þarfa atvinnulífs, þ.m.t. að starfsfólki sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna“.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að stuðla að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki

Starfsfólk fái bæklinginn Sveigjanleiki á vinnustað

Stjórnendur kynni sér vel fræðslupakkann sveigjanleiki á vinnustað í 10 skrefum

https://www.jafnretti.is/static/files/utgefid_efni_af_gomlu_sidu/hgj10skref.pdf  

Skólastjóri

Í október ár hvert

14. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni 

„Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana, félagasamtaka og íþrótta- og æskulýðsfélaga skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og notendur þjónustu verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, í stofnun, félagsstarfi eða skólum“.

„Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, ætlaðrar kynbundinnar áreitni eða ætlaðrar kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir“.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum og í skólanum.

Fræðsla um kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni fyrir kennara, annað starfsfólk og nemendur.

Unnið er eftir viðbragðsáætlun Landakotsskóla sem inniheldur verklagsreglur og tekur til forvarna.

Í viðbragðsáætlun kemur skýrt fram hvert skal leita með mál sem varða kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni. Einnig ef yfirmaður eða kennari á í hlut.

Viðbragðsáætlunin kynnt fyrir kennurum, öðru starfsfólki og nemendum.

Öryggistrúnaðarmaður

Öryggisvörður

Trúnaðarmaður

Skólastjórnendur

Námsráðgjafi

Í janúar ár hvert.

 

Nemendur

14. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni 

„Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana, félagasamtaka og íþrótta- og æskulýðsfélaga skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og notendur þjónustu verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, í stofnun, félagsstarfi eða skólum.“

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum og í skólanum.

Fræðsla til allra nemenda um kynþroska, kynlíf og siðferði í samskiptum kynjanna verði samkvæmt markmiðum aðalnámskrár og skólanámskrá. 

Fræðsla um kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni í öllum árgöngum. 

Vinnureglur þurfa að vera til í handbók skólans sem er uppfærð á hverju hausti. Sjá eineltisáætlun og

Þrír kennarar, einn af hverju aldursstigi, námsráðgjafi sem sinnir bæði alþjóða- og íslenskudeild skólans auk enskumælandi kynfræðings úr alþjóðadeildinni mynda teymi sem setur saman námskrá um kynfræðslu fyrir alla nemendur skólans. Starfsmenn frá Jafnréttisskólanum og Félagsmiðstöðinni Frosta sitja einnig í teyminu. Teymið sér einnig um kennslu.

Í starfsáætlun skólans er stefna varðandi snertingu starfsmanna og nemenda.

Við skólann er starfandi eineltisteymi, forvarnarteymi, lausnateymi og nemendaverndarráð.

Skólahjúkrunar-
fræðingur ásamt kennurum og námsráðgjafa.

Á hverju skólaári.

Námskráin verður tilbúin í janúar 2023

15. gr. Menntun og skólastarf 

„Samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal á frístundaheimilum og í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

 Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta jafnréttis- og kynjafræðslu við hæfi þar sem m.a. er kennt um kynjaðar staðalímyndir, kynbundið náms- og starfsval og málefni fatlaðs fólks og hinsegin fólks.

 Öll kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað.

 Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu nemendur hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf, óháð kyni.“

Skv. aðalnámskrá er jafnrétti til náms eitt grundvallarviðmið skólastarfs en það er fólgið í því að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfi og gefa þeim tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum að eigin vali. Í því tilliti er vert að hafa í huga að í þessu felast ekki endilega sömu úrræði fyrir alla heldur sambærileg og jafngild tækifæri.

Markmið sem lúta að kennslu í jafnréttismálum eru tilgreind í mörgum greinum og skulu kennarar taka mið af því. 

Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. er lögð áhersla á að búa kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólanum.

Stjórnendur og kennarar sæki námskeið í samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða.

Leitast skal við að vinna samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla þar sem markmið tengd jafnréttismálum eru tilgreind. 

Skólastjórnendur, kennarar

Í lok árs 2022

Að nemendur fái fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. er lögð áhersla á að búa kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu.

Kynjafræðsla verður á öllum stigum skólans með tilliti til aldurs nemenda.

Á www.menntagatt.is er námsefni og verkefni sem fylgja jafnréttismarkmiðum aðalnámskrár aðgengilegur fyrir kennara.

Á síðunni https://www.jafnretti.is

Skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafi. 

Á hverju skólaári.

Nemendur hljóti fræðslu og ráðgjöf varðandi nám og störf óháð kyni.

Unnin verði heildstæð náms- og kennsluáætlun með áherslu á jafnrétti

Námsráðgjafi

Á haustönn 2023.

Kennslu- og námsgögn skólans skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað.

Menntamálastofnun hefur útbúið gátlista, þar sem m.a. er horft til kynjasjónarmiða, sem öllum höfundum og öðrum sem vinna fyrir stofnunina er gert að hafa að leiðarljósi. Kennarar nýti sér það námsefni sem samið hefur verið út frá fyrr töldum leiðbeiningum (sé það fyrir hendi) en gæti þess að auki að nota ekki gagnrýnislaust námsefni sem sýnir staðlaðar kynjaímyndir eða mismunar kynjunum að einhverju leyti. 

Menntamálastofnun,

kennarar

Þegar við á

Eftirfylgni

Mikilvægt er að verkefnum jafnréttisáætlunarinnar sé fylgt eftir. Fara skal yfir niðurstöður allra verkefnanna árlega með stjórnendum. Einnig er gagnlegt að kynna fyrir kennurum og öðru starfsfólki hvað gekk vel og hvað má betur fara. Ef slíkar leiðir eru farnar verður áætlunin að lifandi plaggi sem talað er um og líklegra er að hún skili raunverulegum árangri. 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að jafnréttisáætlunin skili tilætluðum árangri og sé í sífelldri þróun. 

Kynning fer fram á starfsmannafundi í upphafi hvers skólaárs.

Jafnréttisáætlun rædd á starfsmannafundi með tilliti til verkefnaáætlunarinnar. 

Að jafnréttisáætlunin sé í sífelldri þróun eins og önnur stefnumótun.

Vinna tillögu að nýrri jafnréttisáætlun á grundvelli reynslu, verkefna og niðurstöðu könnunar tveimur mánuðum áður en gildistími eldri áætlunar rennur út. 

Skólastjóri og verkefnastjóri 2,

Öryggistrúnaðarmaður,

Öryggisvörður,

Trúnaðarmaður,

Námsráðgjafi,

Ár hvert