Forvarnaráætlun

Í Landakotsskóla er unnið eftir Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum sem menntamálaráðuneytið gefur út. Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um grunnskólann og umhverfi hans.

Handbókinni er skipt í 10 meginkafla:
Lög, reglugerðir og námskrár sem gilda um grunnskóla
Velferð barna og ungmenna
Netöryggi
Slysavarnir og líkamlegt öryggi
Öryggi í námsumhverfi
Eftirlit
Öryggi í ferðum á vegum grunnskóla
Slys
Almannavarnir og viðbrögð við eldvörnum og náttúruvá
Áhugavert lesefni og viðaukar

Auk þess er á vefsíðu Landakotsskóla:
Eineltisáætlun
Tilkynningarblað vegna eineltis
Rýmingaráætlun
Gátlisti vegna rýmingaráætlunar
Viðbrögð við óveðri
Skólareglur og viðbrögð við þeim
Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Í skólanum er öryggisvörður,öryggistrúnaðarmaður, eineltisteymi og nemendaverndarráð.
Slysaskráning

Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda. Velferð barna er grundvallaratriði í starfi grunnskóla, í samvinnu við heimilin og forsenda náms. Heilbrigði og hollar lífsvenjur eru grundvallaratriði í velferð nemenda. Grunnskólinn er því mikilvægur liður í ferli einstaklingsins til alhliða þroska og almennrar menntunar. Í grunnskóla þarf að skapa skilyrði fyrir nemendur svo að þeir fái notið bernsku sinnar og efli með sér sjálfstraust og félagsfærni, virki sköpunarkraft sinn og rækti skilning á manngildi.

Grunnskólinn skal vinna markvisst að forvörnum og heilsueflingu þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan nemenda skólans.

Í forvarnaráætlun skal m.a. vera áætlun skólans í fíknivörnum og áfengis- og tóbaksvörnum, áætlun gegn einelti og öðru ofbeldi, áætlun í öryggismálum og slysavörnum og stefna í agastjórnun. Einnig skal koma fram með hvaða hætti skólasamfélagið hyggst bregðast við ef mál koma upp. Kynna skal forvarnaráætlun skólans öllum aðilum skólasamfélagsins, starfsfólki skóla, foreldrum og nemendum og birta í skólanámskrá.  (Aðalnámskrá grunnskóla 2011)

Forvarnaráætlun Landakotsskóla

Forvarnarfræðslan fer að mestu leyti fram í kennslustundum þar sem hún er samþætt við það námsefni sem unnið er með hverju sinni en einnig fáum við utanaðkomandi fræðslu reglulega. Öflugt klúbbastarf er í boði fyrir nemendur eftir klukkan tvö alla daga: Klúbbar í boði haustið 2018

Bekkur

HVAÐ GERT

1. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Menntamálaráðuneytið: Brúðuleikhús „Krakkarnir í hverfinu“ (fræðslusýning um ofbeldi gegn börnum)

2. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf
Umjónarkennari: Vinir Zippýs geðræktarnámsefni frá Embætti landlæknis

3. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

4. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

5. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

6. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Heimili og skóli og SAFT: Fræðsla um jákvæða og örugga netnotkun barna Hjúkrunarfræðingur: Kynþroski, fræðsla.

7. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

8. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Forvarnarfræðsla Magga Stef: fíknivarnir og áfengis- og tóbaksvarnir

9. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Forvarnarfræðsla Magga Stef: fíknivarnir og áfengis- og tóbaksvarnir

10. bekkur

Námsráðgjafi: Könnun á líðan nemenda í október á hverju ári/viðbrögð í kjölfarið ef þarf

Forvarnarfræðsla Magga Stef: fíknivarnir og áfengis- og tóbaksvarnir

Forvarnaráætlun Landakotsskóla 2019-2020