Forvarnaráætlun

Skólinn sinnir forvörnum með beinni fræðslu um skaðsemi vímuefna. Umsjónarkennarar eru í góðu sambandi við foreldra og fylgjast grannt með sínum bekk. Auk þess koma ýmsir aðilar utan úr bæ með ýmiss konar fræðslu, þar má til dæmis nefna lögreglu og Rauða krossinn.

Á skemmtunum nemenda er traust eftirlit á vegum skólans. Nemendavernarráð hefur viðbragðsáætlun sem unnið er eftir ef vandamál koma upp og hjúkrunarfræðingur vinnur samkvæmt henni í samráði við foreldra og eftir atvikum barnaverndaryfirvöld.