Heimsókn frá lögreglunni

25. september 2018

20180919 0912081978

Í síðustu viku kom Guðrún Jack frá lögreglunni til okkar í Landakotsskóla og spjallaði við nemendur á yngsta stigi. Hún ræddi við nemendur um hvernig bregðast ætti við í tælingarmálum, fór yfir helstu umferðarreglur sem þau þurfa að þekkja og minnti á hjálmanotkun. Mjög góð og þörf heimsókn og börnin voru afar áhugasöm.