Dómur völvunnar - sýning í Norræna húsinu

20. september 2018

Í morgun fóru nemendur úr 5. og 6. bekk Landakotsskóla, ásamt kennurum sínum, á sýningu í Norræna húsinu sem ber nafnið Dómur völvunnar. Verkið fór fram á dönsku, en Sverrir Guðjónsson var sögumaður og sagði söguna á íslensku. Verkið var mjög áhugavert og skemmtilegt og hélt áhuga nemenda allan tímann. Fjallaði það um að mennirnir ákölluðu og vöktu upp Völvu sem svo ákallaði Ragnarök, eða heimsendi. Það var svo barn, sem benti þeim fullorðnu á að með því að hugsa um náttúruna mætti bjarga heiminum. Þetta vakti upp margar áhugaverðar spurningar og vangaveltur sem vinna má með áfram innan skólans. Fleiri myndir má sjá hér.