Leikrit í 3.bekk

29.maí 2018

Í dag buðu nemendur í 3.bekk samnemendum sínum úr 5 ára og 4.bekk að koma á sal og horfa á lokaæfingu á leikriti sem þau sömdu í tónmennt í vetur. Leikritið, sem fjallar um tröll og nemendur, var stórskemmtilegt og gleðin skein úr andlitum áhorfenda. Hér má sjá fleiri myndir frá sýningunni.