Píanótónleikar á sal

22.maí 2018

Síðastliðinn föstudag héldu 4.bekkjar útskriftarnemendur Laufeyjar Kristinsdóttur píanókennara tónleika á sal fyrir 5 ára-3.bekk. Nemendur Laufeyjar úr 3.bekk spiluðu einnig með í nokkrum lögum. Tókst þetta sérlega vel og gaman að hlusta á þessa hæfileikaríku krakka. Hér má sjá fleiri myndir frá tónleikunum.