Reykjaferð 7.bekkjar

7.maí 2018

Í síðustu viku var 7. bekkur í Skólabúðum í Reykjaskóla Hrútafirði. Stíf dagskrá var hjá krökkunum og gleðin í fyrirrúmi. Þau höfðu ýmislegt fyrir stafni og fyrir utan að vera í skemmtilegum tímum hjá kennurum skólans tóku krakkarnir t.d þátt í borðtennismóti og hárgreiðslukeppni. Þá léku þau sér mikið í íþróttum og sundi. Loks enduðu langir dagar á kvöld-vökum og diskóteki. Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.