Vorfagnaður fjáröflunarfélags Landakotsskóla

27. apríl

Mikil og góð mæting var á vorfagnað fjáröflunarfélags Landakotsskóla sem haldið var með pompi og prakt í gærkveldi. Gestir gæddu sér á léttum veitingum af hlaðborði, hlýddu á Jakob Frímann syngja og spila og auk þess var dreginn út fjöldi happdrættisvinninga sem Halla Helgadóttir kynnti af mikilli snilld. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér.