Boð í tónmenntatíma

26.apríl

Í gær, miðvikudag, voru nokkrir nemendur úr 2.bekk svo elskulegir að bjóða 4.bekk að koma í heimsókn í tónmenntatíma og hlusta á þau spila lag sem þau voru að læra. Helmingur 4.bekkjar spilaði svo fyrir þau. Gaman var að fylgjast með hvað krakkarnir eru klár og dugleg að spila og eins hvað þau standa sig vel í að fylgjast með og hlusta af áhuga. Hér má sjá fleiri myndir úr heimsókninni.