Óvitar - Leikhús barnanna

14. janúar 2018

Haustsýningin hjá Leikhúsi barnanna var Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttir í leikgerð Ingu Bjarnason. 22 börn tóku þátt í sýningunni og stóðu litlu leikararnir sig með mikilli prýði og skemmtu áhorfendum sér vel. Leikið var í elsta leikhúsi bæjarins, Iðnó, og voru sýninganar tvær. Sú fyrri var fyrir aðstendur litlu leikarana en sú síðari fyrir nemendur og kennara Landakotsskóla. Hér má sjá myndir frá sýningunum.

Vorsýninginn: Söngleikurinn “Ólivía” bygð á “Oliver Tvist” eftir Charles Dickens í leikgerð Ingu Bjarnason verður tekin til sýningar í vor og er hann tíunda uppsetning Leikhúss barnanna í samvinnu við Landakotsskóla.Það eru 3 fullorðnir sem standa að sýningunum: Inga Bjarnason leikstjóri og leiklistarkennari (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), S. 8685560, Virginia Gillard trúðleikari og leiklistarkennari. (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) S. 6923642 og Kjartan F Ólafsson kennari og tónlistarmaður

Fyrri leikverk sem leikhúsið hefur tekið til sýningar: Undranóttin eftir Hlín Agnarsdóttur, Bangsímon leikgerð eftir Ingu Bjarnason, Draugarnir í Iðnó eftir Ingu Bjarnason, Rómeó og Júlía trúðleikur með texta Shakespeare í leikgerð efir Ingu Bjarnason, Gullna hliðið eftir Daðvíð Stefánsson í leikgerð eftir Ingu Bjarnason, jólunum aflýst og Leikhús álfanna eftir Ingu Bjarnason, Bugsý Marlon í leikgerð Ingu Bjarnason, Söngleikirnir: Anní, Galdrakarlinn í OZ og Óvitar.

Meiri upplýsingar um Leikhús barnanna er að finna hér.