LEGO keppni

22. nóvember

Landakotsskóli tók þátt í Legó vélmenna keppninni sem fram fór í Háskólabíói 11.nóvember síðastliðinn. Höfðu nemendur gagn og gaman af og voru Landakotsskóla til mikils sóma! Alls tóku um 20 grunnskólar þátt víðsvegar af landinu og kepptu í að forrita og hanna legóvélmennið til að leysa skemmtilegar þrautir. Í ár var það Garðaskóli sem stóð uppi sem sigurvegari.  Hér eru nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi.