Heimsókn á Gerðarsafn

16. nóvember

 

Jörðin sem olíulitur á striga er dagskrá sem Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa hafa sérsniðið með 4.bekkinga í huga bjóða nemendum í heimsókn í nóvembermánuði. Síðastliðinn mánudag fór 4.bekkur Landakotsskóla í heimsókn þangað. Tilgangurinn er að bjóða þessum aldurshópi í vangaveltur um myndlist og náttúruvísindi í því skyni að varpa ljósi á hvað greinarnar eiga margt sameiginlegt.
Þá fengu nemendur einnig kynningu á Gerði Helgadóttur og verkum hennar, en safnið var stofnað í minningu hennar.
Kynning á dagskránni var svona:
Á listasöfnum kynnumst við ekki aðeins myndlist heldur getum við fengið nýja sýn á umhverfi okkar, þar á meðal náttúru og vísindi. Í heimsókninni á Gerðarsafn verður málverkasýningin Staðsetningar skoðuð og náttúran kynnt á nýjan hátt. Á Náttúrufræðistofu verða vangaveltur um stærð, lengd, þyngd, útlit og áferð náttúrugripa á dagskrá.
Var þetta bæði áhugaverð og skemmtileg heimsókn. Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni og hér má komast á heimasíðu Gerðarsafns og lesa sér til um sýningarnar.