Tónleikhús

26.október

Í gær, miðvikudag heimsótti tónleikhúsið Dúó og Stemma nemendur í 5 ára-4.bekk í Landakotsskóla með verkið “Veturkarlinn kominn er”.
Í verkinu bjóða Fía frænka og Dúddi veturinn velkominn og leika sér að vetrarhljóðum og ljóðum. Þau kíkja inn í fortíðina og hlusta á langspil og steinaspil, leyfa svíni og hana að leika á saxafón og fá börnin til að syngja með sér í skemmtilegum lögum. Var þetta frábær skemmtun. Hér er hægt að sjá fleiri myndir frá sýningunni.
 
 
Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
 Þau spila, syngja og leika á ýmis hefðbundin hljóðfæri s.s víólu og trommur og einnig á heimatilbúin hljóðfæri m.a. hrossakjálka, skyrdós og sandpappír og margt fleira skrýtið og skemmtilegt.
 
Dúó Stemma hefur leikið barnatónleika fyrir fjöldann allan af börnum víðsvegar á Íslandi sl. 12 ár
 
Árið 2010 tóku þau þátt í í vestnorræna verkefninu “Listaleypurinn” og spiluðu tónleika fyrir mörg hundruð börn í Færeyjum og á Grænlandi og hlutu mikið lof fyrir. Þá hlaut 

Dúó Stemma viðurkenningu frá IBBY samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.