Evrópski tungumáladagurinn

3.október

26. september héldum við upp á evrópska tungumáladaginn. Þær Sólveig Simha, frönskukennari og Anna Guðrún Júlíusdóttir, kennari nemenda með annað tungumál en íslensku, skipulögðu verkefni þar sem nemendur skólans bjuggu til tungumálatré. Tréð stendur á gangi skólans og bjó hver nemandi til lauf sem á stendur góðan daginn á hans móðurmáli. Alls virðist okkur nemendur og starfsfólk Landakotsskóla tala 32 tungumál. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi.