Skák í Landakotsskóla

12.september

Í Landakotsskóla er mikill skákáhugi. Hrafnkell Már Einarsson og Micah William Quinn þjálfa nemendur. Á mánudögum er sameignleg æfing með eldri nemendum og nokkrum yngri nemendum sem eru lengra komnir á skákbrautinni. Í frístund hittir Hrafnkell alla nemendur einu sinni í viku og kennir þeim að tefla. Á mánudaginn kom í heimsókn stórmeistari í skák, Hjörvar Grétarsson, sem aðeins 24 ára er með næstflest ELO stig á Íslandi, eða 2567. Hér má sjá fleiri myndir frá heimsókn hans.